„Við erum ótrúlega þakklát fyrir þetta frábæra framtak“
– segir Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts, en viðskiptavinir VÍS hafa safnað sex milljónum króna sem fara í góð málefni.
Við hjá VÍS styðjum heimsmarkmið númer þrjú sem beinir kastljósinu sínu að heilsu og vellíðan. Við leggjum því sérstaka áherslu á öflugar forvarnir í nánu samstarfi við viðskiptavini okkar, samfélaginu til heilla. Þess vegna hafa viðskiptavinir VÍS nú val um að styrkja góð málefni þegar þeir kaupa líf- og sjúkdómatryggingar á netinu. Valið stendur á milli þriggja góðgerðarfélaga: Krafts, Hjartaheilla og MS-félagsins.
Fyrir hverja milljón, sem viðskiptavinur velur í tryggingarfjárhæð, fara 1.000 krónur til góðgerðarfélagsins. Viðskiptavinir okkar hafa því val um að styrkja gott málefni, þeim að kostnaðarlausu. Styrkurinn kemur frá VÍS. Frá því samstarfið við góðgerðarfélögin hófst í lok mars hafa sex milljónir safnast til góðgerðarfélaganna. Upphæðin skiptist á eftirfarandi hátt. Kraftur: 3.000.000 kr., Hjartaheill: 1.900.000 kr. og MS félagið: 1.100.000 kr.
„Við erum ótrúlega þakklát fyrir þetta frábæra framtak,“ segir Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts, en viðskiptavinir VÍS hafa safnað sex milljónum króna sem fara í góð málefni.
„Þetta samstarf kemur sér ótrúlega vel á tímum sem þessum þar sem erfiðara er að afla styrkja fyrir félagið en Kraftur er félag sem er alfarið rekið fyrir velvild fólks og fyrirtækja í landinu. Við erum því ótrúlega þakklát fyrir þetta frábæra framtak VÍS og þeim viðskiptavinum sem hingað til hafa valið að styrkja okkur við kaup á líf- og sjúkdómatryggingu,“ segir Hulda.
Á ári hverju ári greinast 70 ungir einstaklingar með krabbamein á aldrinum 18-40 ára ─ en árlega greinast um 1600 einstaklingar með krabbamein á Íslandi. Daglega deyr ein kona og einn karl úr hjarta- og æðasjúkdómum hér á landi. Á hverju ári greinast um 25 einstaklingar með MS sjúkdóminn og um 740 manns eru með sjúkdóminn á Íslandi. Ljóst er að þessir sjúkdómar hafa víðtæk áhrif í íslensku samfélagi.
„Við erum stolt af þessu framtaki og erum þakklát fyrir hversu vel viðskiptavinir okkar tóku þessari nýjung. Þetta er í fyrsta skipti á Íslandi sem tryggingafélag styður við góðgerðarfélög með þessum hætti. Við vitum að það er gríðarlegt áfall að veikjast á lífsleiðinni og þá er gott að vera vel tryggður og finna fyrir stuðningi ─ þessi öflugu góðgerðarfélög veita hann svo sannarlega,“ segir Guðmundur Óskarsson, markaðsstjóri VÍS.