Tryggjum öryggi okkar allra
Við lokum þjónustuskrifstofum okkar tímabundið, frá og með mánudeginum 21. september.
Ljóst er þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins fer kröftuglega af stað því talsverð aukning hefur verið á COVID-19 smitum undanfarna daga. Faraldurinn snertir okkur öll og þar erum við engin undantekning. Smit hafa komið upp í starfsmannahópnum okkar í höfuðstöðvunum í Reykjavík og því höfum við gripið til ítrustu varúðarráðstafana til þess að hefta útbreiðslu smita. Það felur m.a. í sér að starfsfólk okkar mun sinna störfum sínum í fjarvinnu í auknum mæli. Umrætt starfsfólk hafði ekki verið í samskiptum við viðskiptavini í síðustu viku. Til að tryggja öryggi viðskiptavina og starfsmanna okkar ─ munum við loka þjónustuskrifstofum tímabundið, frá og með mánudeginum 21. september.
Stærsta þjónustuskrifstofan
Þrátt fyrir að við lokum þjónustuskrifstofum okkar tímabundið, þá er stærsta þjónustuskrifstofan okkar á vis.is opin allan sólarhringinn. Þar er meðal annars hægt að tilkynna tjón, fá yfirlit yfir tryggingar og greiðslustöðu og breyta greiðsluupplýsingum. Við erum einnig til taks í síma 560-5000 og í netspjalli mánudaga til fimmtudaga kl. 09:00-16:00 og föstudaga kl. 09:00-15:30. Svo er hægt að senda okkur tölvupóst í vis@vis.is ─ og við svörum eins fljótt og auðið er.
Við erum í þessu saman
Förum varlega. Við erum í þessu saman. Tryggjum öryggi okkar allra með því að þvo og spritta hendur, sýna varkárni og skilning. Pössum uppá fjarlægðina við næsta mann og verum heima ef við finnum fyrir minnstu einkennum.