Styrkjum gott málefni
─ viðskiptavinir VÍS geta nú styrkt góðgerðarfélög þegar þeir kaupa tryggingar á netinu.
VÍS hefur nú hafið samstarf við góðgerðarfélög sem felst í því að viðskiptavinir félagsins geta styrkt góð málefni þegar þeir kaupa líf- og sjúkdómatryggingar á netinu. Valið stendur á milli þriggja góðgerðarfélaga: Krafts, Hjartaheilla og MS-félagsins.
Viðskiptavinir félagsins sem kaupa líf- og sjúkdómatryggingu á netinu hafa því tækifæri til þess að láta gott af sér leiða. Fyrir hverja milljón, sem viðskiptavinur velur í tryggingarfjárhæð, fara 1.000 krónur til góðgerðarfélagsins. Viðskiptavinir VÍS hafa því val um að styrkja gott málefni, þeim að kostnaðarlausu. Styrkurinn kemur frá VÍS.
Sláandi staðreyndir
- Á ári hverju ári greinast 70 ungir einstaklingar með krabbamein á aldrinum 18-40 ára ─ en árlega greinast um 1600 einstaklingar með krabbamein á Íslandi. Kraftur styður ungt fólk með krabbamein með öflugu félagsstarfi, en 870 félagsmenn eru í félaginu.
- Hjartaheill beinir kastljósinu að hjartasjúkdómum og sinnir öflugu forvarnarstarfi í íslensku samfélagi. Félagsmenn samtakanna eru 4100 talsins. Þess ber að geta að árlega nota 1000 til 1200 sér þjónustu Hjartaheilla.
- Á hverju ári greinast um 25 einstaklingar með MS sjúkdóminn og eru um 740 manns eru með sjúkdóminn á Íslandi.
Guðmundur Óskarsson, markaðsstjóri VÍS:
,,Við erum stolt af þessu framtaki og vonumst til þess að viðskiptavinir okkar taki því vel. Þetta er í fyrsta skipti á Íslandi sem tryggingafélag styður við góðgerðarfélög með þessum hætti. Við erum þakklát fyrir það öfluga forvarnarstarf sem góðgerðarfélögin inna af hendi ─ og við viljum leggja okkar af mörkum. Þessi góðgerðarfélög voru valin vegna þess að þau sinna forvörnum og hlúa að fólki sem greinst hefur með sjúkdóma sem við tryggjum. Við vitum að það er gríðarlegt áfall að veikjast á lífsleiðinni og þá er gott að vera vel tryggður. Stuðningur skiptir svo öllu máli ─ og þessi öflugu góðgerðarfélög veita hann svo sannarlega.“