Jafnrétti er ákvörðun
Nýlega veitti Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) okkur gullmerki Jafnvægisvogarinnar. Þetta er í annað sinn sem VÍS hlýtur viðurkenninguna.
Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni en markmiðið er að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi.
Við höfum allt frá árinu 2001, þegar við gáfum út fyrstu jafnréttisstefnu VÍS, unnið með markvissum hætti að jafnréttismálum. Við vitum að hlutirnir gerast ekki að sjálfu sér, því jafnrétti er ákvörðun. Við þurfum að taka ákvörðun um að breyta og það höfum við gert.
„Það er virkilega ánægjulegt að uppskera með viðurkenningu sem þessari og er okkur hvatning til að leggja áfram að vinna samkvæmt jafnréttis- og jafnlaunastefnunni okkar“ sagði Anna Rós Ívarsdóttir, mannauðsstjóri VÍS.