Fimm vatnstjón á dag
Til okkar berast tilkynningar um fimm vatnstjón á dag, alla daga ársins. Helmingur tjónanna er vegna lagna en hinn út frá mistökum við notkun eða bilana í tækjum.
Margt er hægt að gera til að koma í veg fyrir tjón af þessu tagi og höfum við tekið saman tíu atriði sem gott er að hafa í huga og fylgjast með.
Tíu hlutir til að skoða og fylgjast með:
- Er breyting á lit, lykt og flæði vatns? Ef svo er, þá getur það verið merki um að lagnirnar séu farnar að gefa sig og þá getur verið gott að láta mynda þær til að sjá stöðuna.
- Eru ryðblettir eða kalkútfellingar á ofnum eða samskeytum þeirra? Það getur verið undanfari leka og þarf þá að endurnýja ofna.
- Eru stofnlokar á lagnagrind merktir? Ef ekki, þá er ekki víst að allir viti hvar eigi að skrúfa fyrir ef leki verður. Ef það vantar merkingar þá getur þú sent okkur póst á vis@vis.is með upplýsingum um heimilisfang og við sendum merkingar til þín.
- Hefur lagnagrindin verið yfirfarin síðustu tvö ár? Ef ekki, þá er möguleiki á að hún virki ekki sem skyldi og öryggisventill standi á sér.
- Hafa gólfniðurföllin verið hreinsuð á árinu? Ef það er ekki gert, þá getur rennslið orði tregt.
- Er málning upphleypt eða flísar orðnar lausar? Það getur verið merki um leka frá lögnum eða leka að utan.
- Er fúkkalykt í einhverju rými eða skáp? Það getur verið merki um raka í vegg eða gólfi.
- Er merki um hreyfingu á samskeytum lagna við vaska eða viðtengd tæki? Ef svo er, þá getur þurft að herða og skipta um pakkningar.
- Er vatnsskynjari þar sem vatnstengdar vélar eru? Sérstaklega mikilvægt þar sem ekkert gólfniðurfall er eins og í eldhúsi.
- Er loftað út daglega? Mikill raki í húsi er ekki góður heilsu fólks og getur ýtt undir myglu.
Það borgar sig að vera meðvituð um umhverfið heima fyrir, sinna þar forvörnum og almennu viðhaldi, jafnt innan- sem utandyra. Nánari upplýsingar um vatnsvarnir getur þú nálgast á vis.is.