Fallslys algengustu vinnuslysin
Á hverju einasta ári berast um 7.700 tilkynningar um vinnuslys til slysaskrár Landlæknisembættisins.
Á hverju einasta ári berast um 7.700 tilkynningar um vinnuslys til slysaskrár Landlæknisembættisins. Þetta eru tæplega 5.700 (5.691) tilkynningar um vinnuslys ─ og rúmlega 2.000 (2.014) tilkynningar um slys á börnum á skólatíma. Þetta þýðir að meðaltali eru 16 vinnuslys á dag, alla daga ársins. Algengustu vinnuslysin eru fallslys, t.d. fall úr hæð án fallvarnarbúnaðar og fall um fyrirstöðu í gangvegi. Helstu banaslysin á meðal vinnuslysa ─ eru fallslys.
Fækkum vinnuslysum
Undanfarin ár hefur VÍS þróað, fyrst allra tryggingarfélaga, skráningarkerfi sem kallast ATVIK. Tilgangurinn með ATVIK er að fækka vinnuslysum og slysum barna á skólatíma— og stuðla þar með að öruggari samfélagi. Til þess að hægt sé að stuðla að markvissu og sértæku forvarnarstarfi — þarf að greina vandann. Mikilvægt er að fá yfirsýn yfir slysin: Hvernig slys eru þetta, hversu oft gerast þau og hversu alvarleg eru þau? Þess ber að geta að á fjórða tug íslenskra fyrirtækja og stofnana nota kerfið með farsælum hætti. Um 16.000 starfsmenn hafa aðgang að því og geta sent inn tilkynningar og myndir af mögulegum hættum og slysum með snjalltækjum. Kerfið er því einfalt og þægilegt í notkun.
Byltingarkenndar nýjungar
Ýmsar byltingarkenndar nýjungar hafa nú bæst við kerfið. Því nú er hægt hægt að tilkynna vinnuslys rafrænt til Vinnueftirlitsins. Sú viðbót var unnin í náinni samvinnu við Vinnueftirlitið, sem nýlega tók upp nýja samræmda evrópska skráningarlykla á vinnuslysum. Slík samræming auðveldar alla vinnslu á tölfræði um slysin ─ og einfaldar allan samanburð við evrópsk fyrirtæki. Nýtt gagnvirkt mælaborð gefur stjórnendum enn betri yfirsýn sem og sjálfvirka orsakagreiningu á slysum. Svo er hægt að velja fleiri tungumál, eða ensku og pólsku. Mikilvægt er að virkja alla starfsmenn í því að bæta öryggi vinnuumhverfisins ─ en þess ber að geta að 20% alls vinnuafls er af erlendu bergi brotið. Einnig er sjálfvirkt áminningarkerfi til þess að fylgja málum eftir og þar með tryggja öryggi starfsmanna.
Gísli Níls Einarsson, sérfræðingur í forvörnum, hjá VÍS.
,,Bakvið hvert einasta vinnuslys eru einstaklingar sem verða oft fyrir varanlegum skaða fyrir lífstíð. Ég veit hversu víðtækar afleiðingarnar af slíkum slysum geta verið, ekki síst fyrir fjölskyldur þeirra sem slasast. Eitt vinnuslys er einfaldlega of mikið. Nú í miðjum faraldri höfum við gott rými til þess staldra við og huga að því hvernig við getum bætt öryggi starfsmanna. Þess vegna hvetjum við fyrirtæki og sveitarfélög til þess að huga enn betur að öryggismálum ─ og ATVIK er frábært tól þess þess að útrýma vinnuslysum á Íslandi.“