Hoppa yfir valmynd

Staðfesting ferðatryggingar

Í ákveðnum tilvikum þarftu að staðfesta við þriðja aðila að þú sért með ferðatryggingu.

Það eru helst sjúkrastofnanir sem þú leitar til erlendis vegna alvarlegs slyss eða alvarlegra veikinda sem þurfa slíka staðfestingu. Sendiráð, ferðaþjónustuaðilar og aðrir sem skipuleggja hópferðir geta einnig óskað eftir því að fá ferðatryggingar þínar staðfestar áður en ferðalag hefst. Þú getur sótt staðfestingu á ferðatryggingu heimilistryggingar og/eða ferðatryggingu kreditkorts.

VÍS er tryggingafélag kreditkorta Íslandsbanka, kreditkorta Sparisjóðanna og léttkorts Símans Pay.

Hafðu samband eða kíktu í heimsókn ef þú hefur einhverjar spurningar —  við aðstoðum þig með ánægju.

Alvarlegt slys eða alvarleg veikindi erlendis
Minniháttar slys eða veikindi erlendis
Gildistími ferðatryggingar heimilistryggingar
Gildistími ferðatrygginga kreditkorts
Hversu víðtækar ferðatryggingar þarf ég?
Viðbrögð við ferðatjóni

SOS International, sími +45 3848 8080 staðfestir ferðatrygginguna þína greiðir fyrir þá þjónustu sem þér er veitt sé málið bótaskylt.