
VÍS + Íslandsbanki
Samstarf VÍS og Íslandsbanka tryggir aukinn ávinning fyrir viðskiptavini og enn betri þjónustu.
Viðskiptavinir sem eru með heimilistryggingu hjá VÍS og virkt kort hjá Íslandsbanka tryggja sér demantskjör í vildarkerfi VÍS og sérsniðin tilboð í Fríðu, fríðindakerfi Íslandsbanka.
Nú er hægt að sjá tryggingar VÍS í Íslandsbankaappinu og óska eftir tilboði í tryggingar.
Sérsniðin tilboð í Fríðu og kjör á tryggingum
Ef þú ert með heimilistryggingu hjá VÍS og virkt kort hjá Íslandsbanka færðu sérsniðin tilboð í Fríðu. Í Íslandsbankaappinu sérðu öll þau tilboð sem eru virk hverju sinni. Meðal þeirra tilboða sem eru virk núna eru:
- 50% afsláttur í Sky Lagoon
- 50% afsláttur í GeoSea
- 40% afsláttur hjá Löður
- 30% afsláttur í Ellingsen
- 30% afsláttur í Dimm
Ef þú ert nú þegar með tryggingar í gildi færðu demantskjör á tryggingarnar þínar við endurnýjun hjá VÍS. Allar nýjar tryggingar fá demantskjör. Þú færð strax aðgang að demants afsláttum hjá samstarfsaðilum okkar í VÍS appinu og sérsniðnum tilboðum í Fríðu.

VÍS leið að fjárhagslegri heilsu
Með samstarfi VÍS og Íslandsbanka eflum við enn frekar þjónustu okkar og verður hægt að fá fjármála- og tryggingaþjónustu á einum stað í appi Íslandsbanka.
Ráðgjafar VÍS í Íslandsbanka
Ráðgjafar VÍS verða nú alla virka daga í eftirfarandi útibúum Íslandsbanka:
- Norðurturn, Hagasmára 3
- Suðurlandsbraut 14
- Akranes, Dalbraut 1
Íslandsbanki leggur mikið upp úr góðri þjónustu og áhugaverðri fræðslu um fjármál. Með góðri yfirsýn yfir fjármál og réttri tryggingavernd hlúum við að fjárhagslegri heilsu okkar til framtíðar.
