Endurnýjun trygginga
Á hverju ári færð þú tilkynningu frá okkur um endurnýjun trygginga þinna. Ef einhverjar breytingar hafa orðið á skilmálum og verði trygginga síðastliðið ár koma þær fram við árlega endurnýjun. Þessar breytingar geta þýtt hækkun eða lækkun á verði trygginga þinna umfram vísitöluhækkanir.
Hér að neðan getur þú séð yfirlit yfir allar breytingar sem gerðar hafa verið á skilmálum og viðskiptakjörum á árinu sem er að líða. Við hvetjum þig til að fara yfir breytingarnar. Hér getur þú einnig séð yfirlit yfir nýjar tryggingar sem bæst hafa við vöruframboð VÍS.
Hafðu samband eða kíktu í heimsókn ef eitthvað er óljóst — við aðstoðum þig með ánægju.