Yfirlit bótafjárhæða barnatryggingar
Barnatrygging samanstendur af átta bótaþáttum. Upplýsingar um bótafjárhæðir er að finna í töflunni hér fyrir neðan.
Hafðu endilega samband við okkur ef eitthvað er óljóst og við aðstoðum þig með ánægju.
| Bótaþættir | Bótafjárhæðir |
|---|---|
| Sjúkdómavernd | 2.000.000 kr. |
| Bætur vegna 11 mismunandi sjúkdóma t.d. krabbameins, MS og sykursýki 1. | |
| Örorkuvernd | 15.000.000 kr. |
| - Lágmarksbætur (10% örorka). | 1.500.000 kr. |
| - Hámarksbætur (100% örorka). | 48.750.000 kr. |
| Bætur greiðast vegna slyss eða sjúkdóms sem leiðir til varanlegrar læknisfræðilegrar örorku yfir 10%. | |
| Umönnunarvernd vegna sjúkrahúsdvalar | 52.500 kr. |
| Ef sjúkdómur eða slys hefur í för með sér að barn þarf að dveljast á sjúkrahúsi í fimm daga eða lengur. Upphæð sýnir dagpeninga á viku. Hámarksbótatími er 365 dagar. | |
| Umönnunarvernd í kjölfar sjúkrahúsdvalar | 42.000 kr. |
| Ef sjúkdómur eða slys hefur í för með sér að barn þarf á umönnun að halda í kjölfar sjúkrahúsdvalar. Upphæð sýnir dagpeninga á viku. Hámarksbótatími er 30 dagar. | |
| Breyting á húsnæði | 1.500.000 kr. |
| Greiddur er kostnaður vegna nauðsynlegra breytinga á húsnæði eða nauðsynlegra hjálpartækja í kjölfar bótaskylds slyss eða sjúkdóms. | |
| Líftrygging | 1.000.000 kr. |
| Bætur greiddar til aðstandanda við andlát. | |
| Styrkur vegna aðgerðar | 500.000 kr. |
| Greiddur er kostnaður í formi eingreiðslu vegna aðgerðar sem nauðsynlegt er að framkvæma erlendis. | |
| Áfallahjálp | 110.000 kr. |
| Greiddir eru að hámarki 5 tímar hjá sálfræðingi ef barn verður fyrir áfalli. | |
| Verð á mánuði | 1.390 kr. |
| Vildarafsláttur og systkinaafsláttur getur komið til lækkunar. Ef greiðsludreifing er valin bætist við kostnaður vegna hennar. |