Persónuverndarstefna
Vátryggingafélag Íslands hf. (VÍS), Ármúla 3, 108 Reykjavík kt. 690689-2009 ber ábyrgð á vinnslu og meðferð persónuupplýsinga sem unnið er með í starfsemi félagsins og telst því ábyrgðaraðili að vinnslunni samkvæmt lögum um persónuvernd.
VÍS leggur mikla áherslu á að öll vinnsla upplýsinga sem varða þig sé eins vönduð og kostur er á. Með það í huga höfum við sett okkur reglur um vinnslu persónuupplýsinga sem er ætlað að tryggja að starfsmenn okkar vinni samkvæmt persónuverndarlögum og í samræmi við góða viðskiptahætti.
Hér fyrir neðan eru spurningar og svör sem er ætlað að hjálpa þér að skilja reglurnar betur. Einnig eru lykilhugtök varðandi persónuvernd útskýrð.
Uppfært 28.06.2024.
Persónuverndarfulltrúi VÍS
personuvernd@vis.is
Spurt og svarað um vinnslu persónuupplýsinga
VÍS leggur mikla áherslu á að öll vinnsla upplýsinga sem varða þig sé eins vönduð og kostur er á.