Hoppa yfir valmynd
Reiknivél

Er þörf á viðbót­ar­bruna­trygg­ingu?

Endurbyggingarkostnaður getur verið mismunandi milli eigna, svæða og landshluta. Það er erfitt að veita nákvæmar ráðleggingar um hvað er eðlilegur endurbyggingarkostnaður en eftirfarandi reiknivél getur gefið þér vísbendingu um hvort ástæða sé til þess að kaupa viðbótarbrunatryggingu.

Til viðmiðunar má gera ráð fyrir að meðaltali 550.000 kr. til 650.000 kr. á fermetra fyrir íbúðarhúsnæði. Kostnaðurinn getur þó verið hærri eða lægri.

Byggingakostnaður á fermetra í krónum

Fermetrafjöldi húseignar

Brunabótamat í krónum

Miðað við ofangreindar tölur er endurbyggingarkostnaður samtals:

0 kr.

Og mælum við því með viðbótarbrunatryggingu að upphæð:

0 kr.

Húsnæði í Reykjavík

Brunabótamat

Upplýsingar um brunabótamat má finna á heimasíðu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Í Vegvísi að brunabótmati sem HMS gaf út í júní 2025 kemur fram að gera megi ráð fyrir að brunabótamat húsnæðis á Íslandi sé heilt yfir vanmetið um 4-8% vegna skorts á endurmati í kjölfar viðhalds og framkvæmda.