Hoppa yfir valmynd

VÍS á Vestfjörðum

Verið hjartanlega velkomin í VÍS á Ísafirði. Það er óhætt að segja að VÍS eigi sér langa sögu á svæðinu og tryggir þar fjölda einstaklinga og fyrirtækja. Heyrðu endilega í okkur ef þú vilt bætast í hóp ánægðra viðskiptavina, yfirfara verndina eða tilkynna tjón.

Það er okkur mikilvægt að bjóða viðskiptavinum okkar upp á frábæra þjónustu hvort sem það er með stafrænum leiðum, í síma eða á staðnum. Það er alltaf heitt á könnunni og ánægjulegt þegar bæjarbúar kíkja í heimsókn í spjall um daginn og veginn.

Við erum staðsett í Stjórnsýsluhúsinu, Hafnarstræti 1, og erum með galopið alla virka daga milli 09:00 og 16:00 nema á föstudögum en þá lokum við klukkan 15:00.

Endilega kíktu í kaffi

Við erum staðsett í Stjórnsýsluhúsinu, Hafnarstræti 1

Fáðu verð í tryggingarnar þínar

Fylltu út formið og starfsmenn VÍS á Ísafirði verða í sambandi við þig.

Vest­firski varn­ar­jaxlinn – Friðrik Þórir þjón­ust­u­stjóri

Friðrik Þórir Hjaltason þjónustustjóri VÍS er fæddur og uppalinn á Ísafirði.

„Við hjá VÍS leggjum mikið upp úr því að veita afbragðsþjónustu og ég er spenntur að takast á við þær áskoranir sem því fylgir. Ég er að taka við mjög góðu búi af Guðna sem hætti á dögunum en ég fékk að læra af honum í nokkurn tíma, auk þess sem hann kemur reglulega í kaffi til okkar og tekur stöðuna á okkur“ segir Friðrik léttur í skapi.

Hafa sambandTilkynna tjón
Vest­firski varn­ar­jaxlinn – Friðrik Þórir þjón­ust­u­stjóri