Hoppa yfir valmynd

Vátryggingafélag Íslands hf. verður VÍS tryggingar hf.

Þann 1. janúar 2025 fær Vátryggingafélag Íslands hf. nýtt nafn og nýja kennitölu.

Nýtt nafn er VÍS tryggingar hf. og ný kennitala er 670112-0470.

Þessi breyting mun ekki hafa nein áhrif á einstaklinga eða fyrirtæki sem eru í viðskiptum við VÍS.

Ástæða breytinganna er að árið 2023 keypti Vátryggingafélag Íslands hf. allt hlutafé í Fossum fjárfestingarbanka og til varð samstæða sem byggir á öflugum innviðum á sviði trygginga, fjárfestingarbankastarfsemi, sjóða- og eignastýringar og annarrar sérhæfðrar fjármálaþjónustu. Samstæðan fékk nafnið Skagi og er VÍS tryggingar hf. dótturfélag Skaga.

Spurt & svarað

Hafa þessi breyting áhrif á viðskipti mín við VÍS?
Falla boðgreiðslur kreditkorta niður við breytinguna?
Falla beingreiðslur niður við breytinguna?
Verður áfram hægt að greiða ógreiddar kröfur þó að nafn og kennitala breytist?
Tryggingar mínar voru að endurnýjast í janúar 2025 og eru á nafni Vátryggingafélags Íslands hf., þarf ég að gera eitthvað?
Er einhver breyting hjá fyrirtækjum sem eru í rafrænum reikningsviðskiptum?

Hafðu samband eða kíktu í heimsókn ef þú hefur einhverjar spurningar — við aðstoðum þig með ánægju.