Tryggingar fyrir fyrirtæki
Er reksturinn vel tryggður? Við vitum að allt getur gerst og margt getur ógnað rekstraröryggi fyrirtækja. Tryggingar eru því nauðsynleg vernd þegar óvænt áföll dynja yfir.
Rekstrarumhverfi og þarfir fyrirtækja eru mismunandi og starfsemin getur tekið breytingum á skömmum tíma. Því er mikilvægt að huga reglulega að tryggingaverndinni.
Ráðgjafar okkar eru alltaf til taks og veita persónulega þjónustu.
Tryggingar fyrir fyrirtæki og einstaklinga í rekstri
Ábyrgðartrygging atvinnurekstrar
Tryggingin er ætluð fyrirtækjum og rekstraraðilum í þeim tilgangi að bæta tjón þegar skaðabótaábyrgð skapast.
Grunntryggingar fyrir fyrirtæki
Við mælum með því að öll fyrirtæki stór og smá séu að lágmarki með ábyrgðartryggingu atvinnurekstrar, slysatryggingu launþega og lausafjártryggingu.
Lögboðin brunatrygging
Ef þú átt fasteign ber þér að tryggja hana gegn eldsvoða. Þetta á við um allar tegundir fasteigna.
Lausafjártrygging
Tryggingin nær til þeirra muna sem ekki eru hluti af húseign. Má þar nefna vélar, lager, tölvubúnað, húsgögn og verkfæri.
Slysatrygging launþega
Atvinnurekendur eru samkvæmt kjarasamningum skyldugir að bæta slys sem starfsfólk verður fyrir í vinnu sinni. Slysatrygging launþega er sniðin að þörfum atvinnurekenda til að uppfylla skyldur sínar gagnvart starfsfólki sínu.
Aflatrygging - Frystur afli
Aflatrygging tryggir frystan afla um borð í skipi.
Aflatrygging
Aflatrygging tryggir afla um borð í skipi og er aflinn tryggður í hverri veiðiferð þar til afla hefur verið landað.
Áhafnatrygging
Áhafnatrygging er samsett trygging sem tekur til þeirra trygginga sem tengjast áhöfn skips. Tryggingin samanstendur af slysatryggingu sjómanna, líftryggingu, ábyrgðartryggingu útgerðarmanns og tryggingu fyrir eigum skipverja.
Ábyrgðartrygging tannlækna
Tryggingunni er ætlað að bæta beint líkamstjón sjúklings eða þriðja aðila.
Ábyrgðartrygging sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanna
Tryggingunni er ætlað að bæta tjón sjúklings, skjólstæðings eða þriðja aðila.
Ábyrgðartrygging lækna
Tryggingunni er ætlað að bæta beint tjón sjúklings eða þriðja aðila.
Ábyrgðartrygging ferðaheildsala og ferðasmásala
Ábyrgðartrygging ferðaheildsala og ferðasmásala tryggir þá sem skipuleggja og selja pakkaferðir, fyrir tjónum sem kunna að verða hjá viðskiptavinum sínum.
Brunatrygging ökutækja
Ódýr kostur fyrir eigendur ökutækja sem eru ekki kaskótryggð, sérstaklega ef ökutækin eru lítið notuð og geymd innandyra.
Brunatrygging húseigna í smíðum
Ef þú ert að byggja þarftu að tryggja eignina gegn eldsvoða, sama á hvaða byggingarstigi hún er.
Einföld kaskótrygging
dráttarvéla
Tryggingin hentar þeim sem þurfa ekki víðtæka kaskótryggingu en vilja tryggja dráttarvélar og fasttengd tæki fyrir veltu, hrapi, eldsvoða, rúðutjóni og þjófnaði.
Eigur skipverja
Útgerðarmanni ber samkvæmt sjómannalögum að bæta skipverja þann skaða sem verður á eigum hans um borð, komi til sjóslyss eða bruna.
Glertrygging
Tryggingin bætir tjón sem verður á glerinu í gluggunum ásamt kostnaði við ísetningu á nýju gleri.
Húseigendatrygging atvinnuhúsnæðis
Tryggingin veitir víðtæka vernd gegn óvæntum og skyndilegum atburðum sem leiða til tjóns á fasteignum.
Húftrygging smábáta
Húftrygging smábáta er fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem nota báta, t.d. til fiskveiða í atvinnuskyni.
Húftrygging fiskiskipa yfir 100 brl
Húftrygging fiskiskipa er fyrir fyrirtæki sem nota skip til fiskveiða í atvinnuskyni.
Húftrygging fiskiskipa undir 100 brl
Húftrygging fiskiskipa er fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem nota báta, t.d. til fiskveiða í atvinnuskyni.
Hópslysatrygging íþróttafólks
Hópslysatrygging íþróttafólks tryggir íþróttaiðkendur hjá hinu tryggða íþróttafélagi og er ætlað að dekka slys sem iðkendur verða fyrir á æfingum eða í keppni á vegum sinna félaga.
Kaskótrygging ökutækis
Kaskótrygging bætir öll tjón á bílnum þínum nema annað sé tekið fram í skilmála eða skírteini.
Lögboðin ökutækjatrygging
Skyldutrygging fyrir öll ökutæki. Tryggingin bætir tjón sem ökutækið þitt veldur öðrum sem og slys sem þú eða sá sem keyrir ökutækið verður fyrir.
Lögboðin starfsábyrgðartrygging verðbréfamiðlara
Tryggingin hefur það hlutverk að bæta tjón sem verðbréfamiðlarar kunna að valda í starfi sínu.
Lögboðin starfsábyrgðartrygging vegna starfrækslu bílaleigu
Tryggingin hefur það hlutverk að bæta tjón sökum rekstrarstöðvunar eða gjaldþrots ökutækjaleigu.
Lögboðin starfsábyrgðartrygging lögmanna
Tryggingin hefur það hlutverk að bæta tjón sem lögmenn kunna að valda í starfi sínu.
Lögboðin starfsábyrgðartrygging löggiltra hönnuða aðal- og séruppdrátta
Tryggingin hefur það hlutverk að bæta tjón sem slíkir hönnuðir kunna að valda í starfi sínu.
Lögboðin starfsábyrgðartrygging leigumiðlara
Tryggingin hefur það hlutverk að bæta tjón sem leigumiðlarar kunna að valda í starfi sínu.
Lögboðin starfsábyrgðartrygging innheimtuaðila
Tryggingin hefur það hlutverk að bæta tjón sem innheimtuaðilar kunna að valda í starfi sínu.
Lögboðin starfsábyrgðartrygging græðara
Tryggingin hefur það hlutverk að bæta tjón sem græðarar kunna að valda í starfi sínu.
Lögboðin starfsábyrgðartrygging fasteigna-, fyrirtækja- og skipasala
Tryggingin hefur því það hlutverk að bæta tjón sem slíkir aðilar kunna að valda í starfi sínu.
Lögboðin starfsábyrgðartrygging endurskoðenda
Tryggingin hefur það hlutverk að bæta tjón sem endurskoðendur kunna að valda í starfi sínu.
Lögboðin starfsábyrgðartrygging byggingarstjóra
Lög mæla fyrir um að byggingarstjórar séu með í gildi starfsábyrgðartryggingu, enda beri þeir ábyrgð á störfum sínum sem sérfræðingar gagnvart viðskiptavinum sínum.
Lögboðin sjúklingatrygging
Tryggingin hefur því það hlutverk að bæta tjón sem heilbrigðisstarfsmenn kunna að valda í starfi sínu.
Lögboðin ábyrgðartrygging farsala og flutningsaðila
Lögboðin trygging fyrir þá sem sigla með farþega og selja í ferðir.
Líftrygging
Líftrygging tryggir þínum nánustu fjárhagslegt öryggi ef hið óvænta gerist. Fjárhæð tryggingar er greidd út ef þú fellur frá á tryggingartímanum. Engu máli skiptir hvort orsökin er slys eða sjúkdómur.
Landbúnaðartrygging
Tryggingin er ætluð bændum sem leggja stund á hefðbundnar búgreinar eins og sauðfjárrækt og kúabúskap.
Óveðurstrygging húsa
Tryggingin er valkvæð og er góð viðbót við brunatryggingu húseigna sem er skyldutrygging.
Rekstrarstöðvunartrygging vegna véla
Tryggingin bætir rekstrartap sem verður við stöðvun rekstrar vegna bilunar á vélum og leiðir af sér samdrátt í sölu eða þjónustu.
Rekstrarstöðvunartrygging fyrir kúabú
Tryggingin bætir tap sem verður við stöðvun rekstrar og leiðir af sér samdrátt í mjólkurframleiðslu.
Rekstrarstöðvunartrygging
Tryggingin bætir rekstrartap sem verður við stöðvun rekstrar og leiðir af sér samdrátt í sölu eða þjónustu.
Starfsörorkutrygging vegna veikinda
Starfsörorkutrygging vegna veikinda er fyrir þau sem vilja vera vel tryggð ef þau fá sjúkdóm og geta ekki stundað vinnu sína lengur.
Starfsörorkutrygging vegna slysa
Starfsörorkutrygging vegna slysa er fyrir einyrkja og þau sem eru ekki í stéttarfélögum. Hún er einnig fyrir þau sem eru slysatryggð en vilja eiga rétt á hærri bótum eða víðtækari vernd.
Starfsábyrgðartrygging félagsmanna í félagi viðurkenndra bókara
Tryggingunni er ætlað að bæta almennt fjárhagslegt tjón sem bókari kann að valda viðskiptavinum sínum með gáleysi.
Starfsábyrgðartrygging félagsmanna í félagi bókhaldsstofa
Tryggingunni er ætlað að bæta almennt fjártjón sem bókari kann að valda viðskiptavinum sínum með gáleysi sínu.
Starfsábyrgðartrygging arkitekta
Tryggingunni er ætlað að bæta almennt fjártjón sem stafar af gáleysi arkitekta.
Starfsábyrgðartrygging
verk- og tæknifræðinga
Starfsemi verk- og tæknifræðinga lítur oft á tíðum að flóknum úrlausnarefnum og varðar mikla hagsmuni.
Starfsábyrgðartrygging
umboðsmanns eigenda vörumerkja og einkaleyfa
Tryggingunni er ætlað að bæta almennt fjárhagslegt tjón viðskiptamanna vegna gáleysis umboðsmanns.
Starfsábyrgðartrygging
rekstrarráðgjafa
Tryggingunni er ætlað að bæta almennt fjárhagslegt tjón viðskiptamanns sem hlýst af gáleysi.
Slysatrygging skólabarna
Slysatrygging skólabarna er fyrir sveitarfélög sem vilja tryggja börn sveitarfélagsins á meðan þau eru í skólanum og á viðburðum á vegum skólans.
Slysatrygging barna hjá dagforeldrum
Slysatrygging barna hjá dagforeldrum er fyrir dagforeldra sem vilja tryggja börnin á meðan þau eru í þeirra umsjá.
Slysatrygging
Slysatrygging er fyrir einyrkja og þau sem eru ekki í stéttarfélagi. Hún er einnig fyrir þau sem eru slysatryggð en vilja eiga rétt á hærri bótum eða víðtækari vernd.
Skaðsemisábyrgð
Skaðsemisábyrgð er hugsuð fyrir fyrirtæki og rekstraraðila sem framleiða og selja vörur.
Sjúkratrygging
Sjúkratrygging er fyrir þau sem vilja vera vel tryggð ef þau fá sjúkdóm og geta ekki stundað vinnu sína lengur.
Sjúkrakostnaðartrygging innanlands
Ertu að flytja lögheimili þitt til landsins eða koma tímabundið vegna vinnu? Þá þarftu vernd þar til þú öðlast réttindi Sjúkratrygginga Íslands.
Tækjatrygging
Tryggingin er hugsuð fyrir rafeindatæki eins og síma, tölvur og myndavélar, þvottavélar og sjónvörp.
Takmörkuð flutningstrygging
Tryggingin tryggir muni þína fyrir altjóni og er hugsuð fyrir flutninga á grófri vöru sem er ekki viðkvæm fyrir hnjaski.
Víðtæk flutningstrygging
Tryggingin er fyrir þá sem láta flytja fyrir sig verðmæti með viðurkenndum flutningsaðila milli landa eða innanlands.
Víðtæk eignatrygging
Tryggingin nær til þeirra muna sem ekki eru hluti af húseign.
Vinnuvélatrygging
Tryggingin tekur á tjónum sem verða á tryggðri vinnuvél vegna skyndilegs og ófyrirsjáanlegs utanaðkomandi atviks.
Viðbótarbrunatrygging
Endurspeglar brunabótamat fasteignar þinnar ekki kostnað við endurbyggingu fasteignarinnar eftir brunatjón? Ef svo er mælum við með viðbótarbrunatryggingu.
Verktakatrygging (CAR)
Tryggingin er fyrir eigendur eða verktaka í framkvæmdum sem vilja tryggja verkið fyrir skyndilegu og ófyrirsjáanlegu tjóni.
Veiðarfæratrygging
Veiðarfæratrygging tryggir veiðarfæri þín sem staðsett eru um borð í skipi.
Ylræktartrygging
Tryggingin er ætluð fyrirtækjum sem leggja stund á hefðbundna ræktun í gróðurhúsum eins og ræktun á grænmeti og gróðri.