VÍS á Sauðárkróki
Verið hjartanlega velkomin á þjónustuskrifstofu okkar á Sauðárkróki. VÍS á sér langa sögu á svæðinu og tryggir þar og þjónustar einstaklinga, fyrirtæki, bændur og búalið.
Endilega hafðu samband ef þú vilt bætast í hóp ánægðra viðskiptavina, yfirfara verndina eða tilkynna tjón.
Okkur þykir mikilvægt að bjóða upp á frábæra þjónustu rafrænt en einnig að geta tekið á móti sveitungum okkar nær og fjær hvort sem það er til að spjalla um tryggingarnar eða bara lífið og tilveruna.
Við erum staðsett á Skagfirðingabraut 45 en við stækkuðum við okkur fyrir skemmstu en erum í sama húsi og áður. Nú fer mjög vel um okkur og viðskiptavini og kaffiaðstaðan er mikið betri sem er auðvitað lykilatriði.
Við erum með opið alla daga milli 09:00 og 16:00 nema á föstudögum en þá lokum við klukkan 15:00.
Endilega kíktu í kaffi
Við erum staðsett á Skagfirðingabraut 45
Fáðu verð í tryggingarnar þínar
Siglfirski reynsluboltinn - Bubbi þjónustustjóri
„Okkar hlutverk er að vera traust bakland“
Sigurbjörn, eða Bubbi eins og hann er kallaður, er þjónustustjóri VÍS á Sauðárkróki. Hann er fæddur og uppalinn á Siglufirði en flutti fyrir tæpum fjórum áratugum á Krókinn. Í 34 ár hefur Bubbi staðið vaktina fyrir VÍS og má segja að það sé engin tilviljun hversu vinsælt VÍS er við val á tryggingafélagi á Norðurlandi vestra, bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum.
VÍS hefur verið sýnilegt á staðnum í gegnum tíðina t.d. með stórum bás á Atvinnulífssýningu Norðurlands vestra og í kringum íþróttalífið en VÍS bauð til að mynda öllum frítt á leik Tindastóls gegn Þór/KA í Bestu deild kvenna í sumar.