Hoppa yfir valmynd

VÍS á Reykjanesi

Verið hjartanlega velkomin á nýja þjónustuskrifstofu okkar í Reykjanesbæ. Við viljum þjónusta íbúa Reykjaness eins vel og hægt er og skiptir nálægð okkar við þá miklu máli.

Endilega hafði samband ef þú vilt bætast í hóp ánægðra viðskiptavina, yfirfara núverandi vernd eða tilkynna tjón.

Það er okkur mikilvægt að bjóða upp á frábæra þjónustu hvort sem það er rafrænt eða augliti til auglitis. Þess vegna bjóðum við öll velkomin til okkar í spjall hvort sem tilgangurinn sé að tala um tryggingar eða um daginn og veginn.

Við erum staðsett á Hafnargötu 57 í Reykjanesbæ og með opið alla daga milli 09:00 og 16:00 nema á föstudögum en þá lokum við klukkan 15:00.

Endilega kíktu í kaffi

Við erum staðsett á Hafnargötu 57

Fáðu verð í tryggingarnar þínar

Fylltu út formið og starfsmenn VÍS í Reykjanesbæ verða í sambandi við þig.

Góð stemning á nýrri skrif­stofu

Við erum afar stolt af nýrri skrifstofu okkar í Reykjanesbæ og vonumst til að sem flestir komi í heimsókn og taki út nýju heimkynni okkar. Opnunin er liður í því að styrkja og efla þjónustu okkar á svæðinu enn frekar.

Komdu í kaffi sem fyrst!

Góð stemning á nýrri skrifstofu