Hoppa yfir valmynd

Rafrænir tjónareikningar

VÍS tekur á móti reikningum með rafrænum hætti sem XML skeyti í gegnum skeytamiðlara. Hægt er að senda inn reikning í gegnum rafræna gátt eða í gegnum þar til gerð reikningagerðakerfi.

Mikilvægt er að ákveðnar upplýsingar séu til staðar í XML skeytum svo hægt sé að afgreiða reikninga með skjótum hætti.

Allir reikningar skulu fylgja staðlinum TS-236 frá Staðlaráði Íslands ásamt viðbót við TS-236 sem var gefin út af Icepro í janúar 2023.

Reikningar sendir til VÍS í gegnum reikningagerðakerfi:

  • Buyer/Kaupandi: Tjónþoli (eigandi þess skemmda).
  • Payer/Greiðandi: VÍS tryggingar.
  • Receiver/Móttakandi: VÍS tryggingar.
  • EndpointID/Rafrænt póstfang tjónþola: Kennitala VÍS trygginga, 670112-0470.
  • BuyerReference/Tilvísun kaupanda: Tjónsnúmer.
  • Fyrir þau sem ekki hafa uppfært í TS-236 má skrá tjónsnúmer í svæðið Bókunarupplýsingar.
  • Slóð á PDF útgáfu af reikningi úr reikningagerðakerfi skal fylgja með rafrænum reikningi.

Reikningar sendir til VÍS í gegnum rafræna gátt

  • Rafræn gátt VÍS.
  • Fylla þarf út öll svæði sem eru stjörnumerkt.
  • Ekki skal að senda reikning úr reikningagerðakerfi samhliða með bréfpósti eða tölvupósti. Hins vegar skal hlaða inn PDF útgáfu af reikningi sem viðhengi þegar skráning í gátt er framkvæmd.

Athugið að tjónsnúmer geta verð á þrenns konar formi eftir eðli tjóna:

  • Tjónsnúmer sem tölustafir. Dæmi: 123456.
  • Tjónsnúmer sem tölustafir með bókstafnum „s“ fyrir framan. Dæmi: s12345.
  • Tjónsnúmer sem tölustafir með bandstriki á milli. Dæmi: 123456-12345.

Ef þörf er á frekari upplýsingum má senda tölvupóst á cabasreikningar@vis.is.