Hoppa yfir valmynd

Persónuverndarstefna Ökuvísis

Ökuvísir er tryggingaleið í ökutækjatryggingum þar sem tryggingatakar hjá Vátryggingafélagi Íslands hf.,kt. 690689-2009, Ármúla 3, 108 Reykjavík, sími 560 5000 (hér eftir „VÍS“) fá aðgang að sérsniðnu smáforriti (hér eftir „smáforritið“) og mælitæki (hér eftir „mælitækið“) , fá hvatningu til að keyra vel, sem veitir tryggingataka tækifæri til að hafa með því áhrif á þau iðgjöld sem greidd eru fyrir lögboðna ökutækjatryggingu og kaskó ökutækjatryggingu (hér eftir „tryggingin“ en tryggingaleiðin er hér eftir nefnd „Ökuvísir“). VÍS er ábyrgðaraðili við vinnslu persónuupplýsinga, sem verða til við notkun smáforritsins.

Í Ökuvísi færð þú aðgang að sérsniðnu smáforriti og mælitæki, hvatningu til að keyra vel og hefur með því áhrif á verðið sem þú greiðir fyrir lögboðna ökutækjatryggingu og kaskó ökutækjatryggingu. Smáforritið safnar upplýsingum um aksturslag þitt og gefur einkunn út frá því hversu öruggur ökumaður þú ert. Með Ökuvísi ætlar VÍS í samvinnu við viðskiptavini sína að bæta umferðarmenningu og fækka slysum í umferðinni.

Þér stendur til boða að prófa smáforritið í 14 daga áður en þú tekur ákvörðun um hvort þú kaupir tryggingu í gegnum Ökuvísi. Eftir að þú hefur sett smáforritið upp í snjalltækið þitt hefjast mælingar sjálfvirkt við upphaf hverrar ferðar.

Ef þú ákveður að kaupa trygginguna að loknu prufutímabili færðu Ökuvísis mælitækið, sem þú festir í gluggann á ökutækinu, sent. Mælitækið er kubbur og saman mæla hann og smáforritið aksturslag þitt og ekna km.

Þú getur kynnt þér lykilhugtök persónuverndar í persónuverndarstefnu VÍS á heimasíðu félagsins.  

Uppfært 01.07.2024.

Persónuverndarfulltrúi VÍS

personuvernd@vis.is

Hvaða persónuupplýsingar er verið að vinna? 
Hvernig fara mælingar fram í gegnum smáforritið? 
Í hvaða tilgangi eru persónuupplýsingarnar þínar notaðar?
Hverjir vinna með persónuupplýsingarnar þínar?
Hvaða heimild hefur VÍS til að vinna með þínar persónuupplýsingar í Ökuvísi?
Öryggi persónuupplýsinganna
Varðveislutími gagna
Gott fyrir þig að vita
Réttindi þín
Hvernig getur þú haft samband ef þig vantar upplýsingar

Við hjá VÍS viljum tryggja að öll vinnsla upplýsinga sem varða þig sé eins vönduð og kostur er á.