Hoppa yfir valmynd

Notkunarskilmálar Ökuvísis

Ökuvísir er tryggingarleið í ökutækjatryggingum þar sem tryggingartakar hjá Vátryggingafélagi Íslands hf., kt. 690689-2009 (hér eftir nefnt „VÍS“), fá aðgang að sérsniðnu smáforriti (hér eftir „smáforritið“) og mælitæki (hér eftir „mælitækið“). Í Ökuvísi er bæði hægt að hafa lögboðna ábyrgðartryggingu ökutækis og kaskótryggingu ökutækis (hér eftir sameiginlega nefndar „ökutækjatryggingar“).

Markmiðið með Ökuvísi er að auka umferðaröryggi og fækka umferðaróhöppum. Í gegnum smáforritið og mælitækið safnar VÍS ákveðnum upplýsingum um aksturslag tryggingartaka og annarra notenda tryggðs ökutækis (hér eftir „ökutækið“) og reiknar út aksturseinkunn eftir því hversu öruggur aksturinn er. Aksturseinkunn ökutækisins hefur áhrif á það verð sem greitt er fyrir ökutækjatryggingar. Tryggingartaki og/eða aðrir notendur ökutækisins fá hvatningu til að keyra vel og geta haft áhrif á verð ökutækjatrygginga með aksturslagi og eknum kílómetrum.

Um Ökuvísi gildir notkunarskilmáli þessi. Um ökutækjatryggingar gilda skilmálar um lögboðna ábyrgðartryggingu BA10, skilmálar um ökutækjatryggingu kaskó BK10 og almennur skilmáli YY10, eins og þeir standa á hverjum tíma.

Um Ökuvísi
Upplýsingar um þjónustuveitanda og ábyrgðaraðila persónuupplýsinga
Persónuvernd
Virkjun og auðkenning
Öryggi
Réttindi og skyldur VÍS
Skyldur og ábyrgð tryggingartaka og annarra notenda
Heimildir, fyrirvarar og takmörkun á ábyrgð VÍS
Tilkynningar, breytingar og gildistaka

Hafðu samband eða kíktu í heimsókn ef þú hefur einhverjar spurningar — við aðstoðum þig með ánægju.