Hoppa yfir valmynd

Lagalegir fyrirvarar

Upplýsingar á vef Vátryggingafélags Íslands hf. (VÍS) eru birtar samkvæmt bestu vitund félagsins á hverjum tíma. Hvorki er þó hægt að ábyrgjast að þær séu allar réttar né er tekin ábyrgð á viðskiptum sem gerð eru á grundvelli þeirra. Þá kunna þær upplýsingar og skoðanir sem fram koma á vefnum að breytast án fyrirvara. VÍS ábyrgist ekki heldur áreiðanleika þess sem birtist á vefnum frá þriðja aðila.

VÍS ber ekki í neinum tilvikum ábyrgð á tjóni sem kann að hljótast af upplýsingum er birtast á vef félagsins né tjóni sem rekja má beint eða óbeint til notkunar á honum. Þá ber VÍS ekki í neinum tilvikum ábyrgð á tjóni sem rekja má til þess að ekki sé unnt að nota vefinn, um skemmri eða lengri tíma.

VÍS á höfundarrétt að öllum þeim upplýsingum sem fram koma á vef félagsins nema annað sé sérstaklega tekið fram eða leiða megi af eðli máls. Skriflegt samþykki VÍS þarf til að endurbirta upplýsingar sem fram koma á vef félagsins, dreifa þeim eða afrita þær. Ekki skiptir máli hvers eðlis þær upplýsingar eru né í hvaða tilgangi ætlunin er að endurbirta þær, afrita eða dreifa. Viðskiptavinum VÍS er þó heimilt að vista slíkar upplýsingar til einkanota.

Lagalegur fyrirvari tölvupósts

Þessi tölvupóstur og viðhengi hans innihalda upplýsingar sem eingöngu eru ætlaðar þeim sem tölvupósturinn er stílaður á. Sá sem fyrir tilviljun, mistök eða án sérstakrar heimildar tekur við tölvupósti og viðhengjum hans, skal fara eftir 4. mgr. 88. gr. laga nr. 70/2022 um fjarskipti og gæta fyllsta trúnaðar og hvorki skrá hjá sér né notfæra sér efni þeirra á nokkurn hátt. Tilkynna skal sendanda samstundis hafi upplýsingarnar borist ranglega til viðtakanda og eyða skeytinu. Efni tölvupóstsins og viðhengja er á ábyrgð sendanda ef það tengist ekki starfsemi VÍS.

Óheimilt er að nýta starfsmannalistann í markaðslegum tilgangi svo sem að senda fjöldapóst á starfsmenn.

Upptaka símtala

Í því skyni að tryggja fagmennsku og réttmæti viðskipta eða samskipta milli VÍS og viðskiptavina er viðskiptavinum gert kunnugt að símtöl við VÍS kunna að vera hljóðrituð og samskipti geta verið skráð, sbr. lög um fjarskipti nr. 70/2022.

Upptökurnar kunna að verða notaðar sem sönnun vegna ágreinings sem upp kemur milli VÍS og viðskiptavina þess sem getur m.a. verið útkljáður fyrir dómi. Öll meðferð upptaka er í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.