Myndataka vegna kaskótryggingar
Ef þú hefur óskað eftir kaskótryggingu þurfum við að fá staðfestingu á ástandi bílsins áður en tryggingin er gefin út. Þú staðfestir ástand bílsins með því að senda okkur nokkrar ljósmyndir af honum á vis@vis.is.
Leiðbeiningar
- Bíllinn þarf að vera sæmilega hreinn til að ástand hans sjáist greinilega á mynd.
- Ef ljósmyndir eru teknar utandyra þarf veður að vera þannig að ástand bílsins sjáist vel.
- Lýsing þarf að vera góð og upplausn mynda þannig að ástand bílsins sjáist vel.
- Myndirnar þurfa að vera teknar á sama tíma og sama stað.
Við óskum eftir að fá eftirfarandi ljósmyndir
- Af bílnum að framan.
- Af bílnum að aftan.
- Af báðum hliðum bílsins.
- Af bílnum að innan.
- Af kílómetrastöðu bílsins.
Ef þú hefur ekki tök á að senda okkur myndir eða vilt frekar fá okkur til að sjá um þetta getur þú alltaf leitað til okkar á næstu þjónustuskrifstofu eða á skoðunarstöð okkar á Smiðshöfða 3-5.
Við viljum árétta að tryggingin tekur ekki gildi fyrr en staðfesting hefur borist þess efnis frá VÍS.
VÍS áskilur sér rétt til að hafna útgáfu tryggingar eða fara fram á frekari skoðun á bílnum.
Spurningar? Hafðu samband!