Þú tryggir hátt þjónustustig
Góð þjónusta alla daga
Við höfum stigið stórt skref í átt að markmiðum okkar sem við sjáum koma skýrt fram í ánægjumælingum – og sífellt fleiri velja VÍS. Við höfum lagt okkur fram við að heyra í viðskiptavinum okkar að fyrra bragði og hefur heimsóknum viðskiptavina á þjónustuskrifstofurnar fjölgað umtalsvert. Auðvitað er alltaf gott að hittast og spjalla en ekki er alltaf tími fyrir slíkt. Þá er gott að geta nýtt aðrar og öflugar þjónustuleiðir sem standa viðskiptavinum til boða allan sólarhringinn. Með þeim er sem dæmi bæði hægt að tilkynna tjón og kaupa tryggingar.
Fljótleg tjónaþjónusta
Algeng tjón má oftast afgreiða á skjótan og skilvirkan hátt. Í sumum tilvikum líða meira að segja aðeins nokkrar mínútur frá því að tjón er tilkynnt þar til bætur fást greiddar. Tjón á heyrnartólum, símum og gleraugum eru dæmi um slík tilfelli – enda hlutir sem óþægilegt er að vera án í lengri tíma.
Mætum því óvænta af öryggi
Öryggi viðskiptavina okkar sem og allra landsmanna skiptir okkur miklu máli. Á þjónustuskrifstofum okkar má finna alls konar gjafavöru eins og bílrúðumiða, rúðusköfur og endurskinsmerki sem auka öryggið. Hægt er að skoða úrvalið í VÍS appinu og fá sent til sín eða sækja á næstu þjónustuskrifstofu.
Nýbökuðum foreldrum býðst að fá barnabílspegil frá okkur til að hafa augun á því sem skiptir mestu máli í lífinu en yfir 1.800 fjölskyldur hafa nýtt sér gjöfina.