Hoppa yfir valmynd

Forvarnaverðlaun VÍS

Forvarnaverðlaun VÍS verða næst afhent 12. mars 2026 og í fyrsta sinn geta öll fyrirtæki þá sótt um verðlaunin óháð því hvar þau eru tryggð en verðlaunin hafa verið afhent fyrirtækjum í tryggingum hjá VÍS allt frá árinu 2010.

Forvarnaverðlaunin eru afhent fyrirtækjum sem þykja skara fram úr í öryggismálum og eru öðrum fyrirtækjum góð fyrirmynd. Horft til sterkrar öryggismenningar og markvissrar vinnu við að efla öryggisvitund og öryggishegðun í úthlutun. Ekki er verðlaunað fyrir einstök verkefni heldur horft til innra starfs fyrirtækisins. Verðlaunað er í tveimur flokkum, fyrirtæki með færri en 100 starfsmenn og fyrirtæki með fleiri en 100 starfsmenn.

Umsóknir með eftirfarandi upplýsingum sendist á forvarnir@vis.is fyrir 30. október 2025.

Upplýsingar sem þurfa að koma fram í umsókninni eru:

  • Nafn fyrirtækis
  • Kennitala fyrirtækis
  • Atvinnugrein
  • Fjöldi starfsstöðva
  • Fjöldi starfsmanna
  • Nafn, netfang og símanúmer tengiliðs