Forvarnaráðstefna VÍS 2025
Forvarnarráðstefnan er vettvangur til að styðja við öfluga öryggismenningu fyrirtækja. Ráðstefnan er öllum opin en viðskiptavinum VÍS er boðið á ráðstefnuna.
Í ár verður lögð áhersla á að vinna með öryggi alla daga og munu sérfræðingar úr atvinnulífinu deila reynslu sinni.
Alcoa Fjarðaál
Forvarnaverðlaun VÍS 2025 í flokki stærri fyrirtækja
- Alcoa Fjarðaál á Reyðarfirði er eitt nútímalegasta og tæknivæddasta álver í heimi þar sem ítrasta öryggis er gætt í öllum þáttum starfseminnar.
- Áhættumat og ítarlegar greiningar eru undirstaða öryggis þar sem hver vakt byrjar á örfundi þar sem farið er yfir stöðu verka og öryggisatriði rýnd. Öflugt eldvarnaeftirlit er til staðar og fá 30 manns reglubundna þjálfun hjá Slökkviliði Fjarðarbyggðar. Ferlar, skipulag og gagnavinnsla styður allt við öfluga öryggismenningu hjá Alcoa Fjarðaáli.

Sæplast
Forvarnaverðlaun VÍS 2025 í flokki minni fyrirtækja
- Sæplast, sem staðsett er á Dalvík, hefur löngum verið á heimsmælikvarða í hönnun og framleiðslu á plastkerum og er hluti af alþjóðlegri samstæðu Rotovia.
- Forvarnir og öryggismál eru samofin allri starfsemi og stjórnendur virkir þátttakendur. Mikil áhersla er á úrbætur í kjölfar atvika, slysa eða næstum slysa og hafa lausnir við þeim vakið athygli innan samstæðunnar og innleiddar þar.

Coripharma
Hvatningarverðlaun fyrir eftirtektarverðan árangur í öryggismálum
- Choripharma er ungt lyfjafyrirtæki sem framleiðir samheitalyf.
- Gæðakerfi Coripharma heldur utan um þjálfun starfsmanna og stjórnar tíðni endurþjálfunar. Öryggisúttektir eru framkvæmdar árlega og atvik og slys skráð með smáforriti. Öll umgengi, skipulag, hlífðarbúnaður og merkingar eru til fyrirmyndar á öllum starfsstöðvum fyrirtækisins.

FISK-Seafood
Hvatningarverðlaun fyrir eftirtektarverðan árangur í öryggismálum
- FISK-Seafood er eitt af stærri sjávarútvegsfyrirtækjum Íslands þar sem yfir 260 einstaklingar frá níu löndum vinna.
- Farið eftir ströngustu gæðakröfum og stöðlum. Fyrirtækið hefur nýtt sér skráningar á slysum, næstum því slysum og óhöppum til úrbóta. Gönguleiðir eru afmarkaðar og lyftarar eru með viðvörunarbakkljós til að afmarka þeirra öryggissvæði. Mikil áhersla er lögð snyrtimennsku á vinnusvæði og öryggi, heilsu og vellíðan starfsfólks.

Colas Ísland
Hvatningarverðlaun fyrir eftirtektarverðan árangur í öryggismálum
- Colas Ísland á rætur að rekja til ársins 1987 en fyrirtækið er með alhliða starfsemi sem snýr að malbikun og gatnaframkvæmdum. Umgengni á verkstæði Colas er til fyrirmyndar og á hver hlutur sinn afmarkaða stað auk þess sem verkstæðið er einstaklega vel þrifið miðað við þá stóriðju sem þar fer fram.
- Afmörkunarlínur aðskilja vinnusvæði og gangandi umferð innandyra áberandi og gott skipulag og umgengni utandyra. Öflug skráning á slysum er til staðar og hefur úrvinnsla til úrbóta í kjölfar skráninga skilað mörgum góðum lausnum til forvarna.
Á myndinni eru frá hægri: Herdís Rós Kjartansdóttir, mannauðsstjóri, Björk Úlfarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- gæða og öryggismála, Patrycja Wojciechowska, öryggisfulltrúi, Harpa Helgadóttir, aðalbókari.

Loftorka Reykjavík
Hvatningarverðlaun fyrir eftirtektarverðan árangur í öryggismálum
- Loftorka Reykjavík var stofnað árið 1962 og er eitt elsta verktakafyrirtæki landsins. Megin starfsemi fyrirtækisins er jarðvinnuverkefni, gatnagerð og malbikun.
- Haldið er utan um skráningu slysa og næstum slysa og upplýsingar sem þar koma fram nýttar til úrbóta í starfseminni. Mikil áhersla er lögð á öryggi og aðbúnað þeirra 65 starfsmanna sem vinna hjá fyrirtækinu sem og verktökum. Góðir ferlar er límið í starfsemi ásamt öflugum áhættumötum fyrir einstök störf og verkefni.
Á myndinni eru frá vinstri: Sindri Andrésson, Andrés Sigurðsson, Hjördís Jóna Gísladóttir, Sigurjón Guðmundsson, Kristín Arna Ingólfsdóttir og Eggert Már Stefánsson

Dagskrá
13:00
Setning Forvarnaráðstefnu 2025

Guðný Helga Herbertsdóttir
Forstjóri VÍS
13:05
Ábyrgð í öryggismálum er okkar allra. - Áherslur og áskoranir öryggisstjóra - allir með.
Anna Jóna Kjartansdóttir
Gæða-, umhverfis- og öryggisstjóri Terra
13:30
Þegar Kringlan var heitasti vinnustaður landsins. - Hvað er öruggur vinnustaður?

Jón Viðar Matthíasson
Slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og framkvæmdastjóri Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu
13:50
Komum heil heim. - Hvað þarf til að ná öllum um borð í öryggismenningu?

Páll Freysteinsson
Öryggisstjóri Síldarvinnslunnar
14:10
Forvarnaverðlaun VÍS

Bjarni Guðjónsson
Forstöðumaður fyrirtækjaviðskipta VÍS
14:25
Kaffihlé
14:45
Það mætir enginn til vinnu og ætlar að slasa sig eða valda öðrum skaða. - Mikilvægi þess að bregðast rétt við og læra af mistökum.
Sædís Alexía Sigurmundsdóttir
Heilsu- og öryggisstjóri Elkem
15:10
Gerum ráð fyrir því óvænta í öllum plönum. - Hversu langt er hægt að teygja sig í átt að árangri á móti mögulegum fórnarkostnaði.

Freyr Ingi Björnsson
Björgunarsveitarmaður og öryggisstjóri vettvangsstjórnar í Grindavík
15:35
Frá atviki til umbóta. - Ef það er ekki skráð þá gerðist það ekki.

Gísli Níls Einarsson
Framkvæmdastjóri Áhættustjórnunar og Öryggisstjórnunar
16:00
Ráðstefnulok og léttar veitingar
Fundarstjóri

Sigrún Ósk Kristjánsdóttir
Fjölmiðlakona
Örmyndbönd á milli erinda:
- Hlutverk og tilgangur öryggisnefnda: Þórdís Vignisdóttir leiðtogi straums vettvangsathugana og stafræna samskipta hjá Vinnueftirlitinu.
- Öryggisskóli iðnaðarins: Ásdís Gréta Hjálmarsdóttir leiðtogi Öryggisskóla iðnaðarins.
- Læsa – Merkja – Prófa: Reynir Guðjónsson öryggisstjóri hjá Orkuveitu Reykjavíkur.
- Áhættumat: Guðmundur Jóhannesson gæða- og öryggisfulltrúi hjá ÍSTAK.