Öryggismál - erum við að ná árangri?
Hilton Reykjavík Nordica 7. febrúar kl. 13-16
Forvarnaráðstefna VÍS 2018
Síminn hlaut forvarnaverðlaun VÍS 2018
- Síminn hlaut í dag forvarnarverðlaun VÍS sem veitt voru við hátíðlega athöfn á forvarnaráðstefnu VÍS sem haldin var á Hilton Nordica hótelinu. Þetta er í níunda sinn sem VÍS verðlaunar fyrirtæki fyrir góða frammistöðu í baráttunni gegn vinnuslysum.
- Að mati dómnefndar er Síminn fyrirmyndarfyrirtæki í forvörnum og öryggismálum. Sem dæmi um það starfar Síminn samkvæmt vottuðu öryggisstjórnunarkerfi. Til að viðhalda öflugri öryggisvitund og öryggismenningu heldur fyrirtækið meðal annars reglubundnar vitundarvakningarkynningar fyrir alla starfsmenn.

Endurvinnslan fékk viðurkenningu fyrir árangur í öryggismálum
- Endurvinnslan er endurvinnslufyrirtæki á drykkjarvöruumbúðum sem leitast við að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni með því að starfa eftir ISO 14001 umhverfisstaðlinum.
- Öryggismál starfsmanna eru samtvinnuð við gæða- og umhverfismál sem eðlilegur hlut af daglegri starfsemi fyrirtækisins.

Reykjalundur fékk viðurkenningu fyrir árangur í öryggismálum
- Reykjalundur er heilbrigðisstofnun sem sérhæfir sig í alhliða endurhæfingu en um 1100 skjólstæðingar fá þar meðferð á ári.
- Á vinnustaðnum er öryggi sjúklinga og starfsmanna í fyrirrúmi.
- Reykjalundur leggur mikla áherslu á að starfsánægja og starfsumhverfi sé eins og best verður á kosið.

Myndbönd frá ráðstefnunni
Dagskrá
13:00
Setning ráðstefnu

Helgi Bjarnason
Forstjóri VÍS
13:10
Hagsveiflur og vinnuslys

Kristinn Tómasson
Yfirlæknir Vinnueftirlitsins
13:30
Hverjir eru bestu mælikvarðarnir í öryggismálum?

Gísli Nils Einarsson
Sérfræðingur í forvörnum fyrirtækja hjá VÍS
13:55
Hvernig geta hagsmunasamtök beitt sér í öryggismálum?

J. Snæfríður Einarsdóttir
Formaður öryggishóps Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi
14:15
Forvarnaverðlaun VÍS
14:30
Kaffihlé
14:50
Hvað hefur áunnist og hvert stefnum við í öryggismálum?

Halldór Halldórsson
Öryggisstjóri hjá Landsneti
15:15
Myndrænar vinnulýsingar, meira öryggi

Ágústa Ýr Sveinsdóttir
Öryggis- og framleiðslustjóri Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum
15:35
Atvinnulífið axlar ábyrgð

Halldór Benjamín Þorbergsson
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
16:00
Ráðstefnulok
Fundarstjóri

Þóra Birna Ásgeirsdóttir
Framkvæmdastjóri mannauðs- og umbóta hjá Elkem Ísland
Hagsveiflur og vinnuslys
Kristinn Tómasson
Kristinn Tómasson yfirlæknir og sviðstjóri hjá Vinnueftirlit ríkisins. Kristinn er geð- og embættislæknir að mennt.

Hverjir eru bestu mælikvarðarnir í öryggismálum?
Gísli Níls Einarsson
Gísli er sérfræðingur í forvörnum fyrirtækja hjá VÍS. Gísli er slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður, með BS í hjúkrunarfræði og MS í lýðheilsu og stjórnun heilbrigðisþjónustu.

Hvernig geta hagsmunasamtök beitt sér í öryggismálum?
J. Snæfríður Einarsdóttir
Snæfríður er formaður öryggishóps Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Snæfríður er öryggisstjóri HB Granda. Er vélfræðingur að mennt með sveinspróf í vélvirkjun, BA próf í sálfræði og MS í stjórnun og stefnumótun.

Hvað hefur áunnist og hvert stefnum við í öryggismálum?
Halldór Halldórsson
Halldór er öryggisstjóri hjá Landsneti. Halldór er rafvirki að mennt, vottaður alþjóðlegur verkefnastjóri, með diplóma í rekstrar- og viðskiptafræði.

Myndrænar verklýsingar - meira öryggi
Ágústa Ýr Sveinsdóttir
Ágústa Ýr Sveinsdóttir er öryggis- og framleiðslustjóri Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum. Ágústa Ýr er rafvirki að mennt.

Atvinnulífið axlar ábyrgð
Halldór Benjamín Þorbergsson
Halldór er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Halldór er hagfræðingur að mennt og hefur lokið MBA gráðu.
