Hoppa yfir valmynd

Evrópska sjúkratryggingakortið

Evrópska sjúkratryggingakortið veitir korthafa rétt til heilbrigðisþjónustu í öðrum EES löndum, Bretlandi og Sviss. Korthafi greiðir sama gjald fyrir heilbrigðisþjónustuna og þau sem eru tryggð í almannatryggingakerfi viðkomandi lands. Kortið gildir aðeins hjá opinberum heilbrigðisþjónustuveitendum, ekki á einkastofum og einkasjúkrahúsum.

Einfalt er að sækja um evrópska sjúkratryggingakortið á island.is.

Auk kostnaðar sem fellur til á einkastofum og einkasjúkrahúsum er einnig allur sjúkraflutningur undanskilinn í evrópska sjúkratryggingakortinu. Hægt er að skoða hvort sá kostnaður falli undir ferðatryggingu heimilistryggingar eða kreditkortatryggingar, ef slíkar tryggingar eru til staðar.