Hoppa yfir valmynd

Endurkröfur

Samkvæmt lögum um ökutækjatryggingar ber að tryggja öll skráningarskyld ökutæki með lögboðinni ábyrgðartryggingu. Með tryggingunni er verið að tryggja öryggi og vernd allra vegfarenda.

Í sömu lögum kemur einnig fram að ef ökumaður veldur tjóni af stórkostlegu gáleysi eða ásetningi skal endurkrefja hann um bætur sem hafa verið greiddar af tryggingafélagi vegna tjónsins. Endurkröfunefnd sem skipuð er af fjármála- og efnahagsráðherra og getið er í lögum ákveður hvort og þá hversu mikið eigi að endurkrefja.

Raunveruleg dæmi um endurkröfur bóta

Hvernig er endurkröfuferlið?
Hraðakstur
Akstur undir áhrifum fíkniefna
Ölvunarakstur
Akstur án ökuréttinda
Gáleysislegur frágangur á farmi

Hafðu samband eða kíktu í heimsókn ef þú hefur einhverjar spurningar — við aðstoðum þig með ánægju.