Hoppa yfir valmynd

VÍS á Austurlandi

Verið hjartanlega velkomin á þjónustuskrifstofu okkar á Egilsstöðum. VÍS á sér langa sögu á svæðinu og tryggir þar og þjónustar einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki af öllum gerðum.

Endilega hafðu samband ef þú vilt bætast í hóp ánægðra viðskiptavina, yfirfara verndina eða tilkynna tjón.

Það er okkur mikilvægt að bjóða upp á frábæra þjónustu hvort sem það er rafrænt eða augliti til auglitis. Þess vegna bjóðum við öll velkomin til okkar í spjall hvort sem tilgangurinn sé að tala um tryggingar (sem við elskum) eða um daginn og veginn.

Við erum staðsett í hjarta Egilsstaða í Miðvangi 2-4 og erum með opið alla daga milli 09:00 og 16:00 nema á föstudögum en þá lokum við klukkan 15:00.

Endilega kíktu í kaffi

Við erum staðsett í hjarta Egilsstaða í Miðvangi 2-4

Fáðu verð í tryggingarnar þínar

Fylltu út formið og starfsmenn VÍS á Austurlandi verða í sambandi við þig

Hattari ársins - Sirrý þjón­ust­u­stjóri

„Það sem skiptir máli er að tryggingarnar passi hverjum og einum. Okkar hlutverk er að mæta því óvænta með viðskiptavinum okkar“

Sigríður, eða Sirrý eins og hún alltaf kölluð, er þjónustustjóri VÍS á Austurlandi. Sirrý er fædd og uppalin í Vaðbrekku í Hrafnkelsdal en býr í Fellabæ. Ekki nóg með það að Sirrý sé með afskaplega góða nærveru og finnst ekkert skemmtilegra en að tala við viðskiptavini þá er hún sjálfsagt harðasti stuðningsmaður Hattar í körfubolta enda hlaut hún nafnbótina Hattari ársins tímabilið 2022-2023.

VÍS hefur stutt vel við bakið á körfuboltanum á Egilsstöðum enda þykir okkur mikilvægt að taka þátt í bæjarlífinu. Sem dæmi bauð VÍS öllum á leik á síðasta tímabili. Áfram Höttur!

Hattari ársins - Sirrý þjónustustjóri