VÍS á Akureyri
Verið hjartanlega velkomin á þjónustuskrifstofu okkar á Akureyri. VÍS á sér langa sögu á svæðinu og tryggir þar og þjónustar mikinn fjölda einstaklinga og fyrirtækja.
Endilega hafðu samband ef þú vilt bætast í hóp ánægðra viðskiptavina, yfirfara verndina eða tilkynna tjón.
Hvort sem það er til að tala um tryggingar eða næsta fótboltaleik, þá tökum vel á móti þér. Við leggjum okkur fram við að veita framúrskarandi þjónustu á vefnum en það er alltaf gaman að þegar við fáum okkar fólk í kaffi.
Við erum staðsett á Glerárgötu 24, beint á móti Greifanum, og erum með opið alla daga milli 09:00 og 16:00 nema á föstudögum en þá lokum við klukkan 15:00.
Endilega kíktu í kaffi
Við erum staðsett á Glerárgötu 24
Fáðu verð í tryggingarnar þínar
Fótboltamaðurinn frá Dalvík - Ingvi Hrafn þjónustustjóri
Dalvíkingurinn Ingvi Hrafn Ingvason er þjónustustjóri VÍS á Akureyri. Hann er gamall fótboltamaður sem gerði garðinn frægan hjá félögunum á Akureyri ásamt auðvitað Dalvíkinni draumbláu. Í dag er hann hins vegar aðallega á kantinum að hvetja aðrar unga og upprennandi fótboltastjörnur áfram.
VÍS hefur látið til sín taka í fótboltalífi bæjarins en nýlega breyttist Þórsvöllurinn í VÍS völlinn.
Skrifstofan okkar á Akureyri er lífleg með starfsfólki í hinum ýmsu deildum þvert á fyrirtækið. Enginn dagur er eins og verkefnin fjölbreytt. Starfsfólk okkar á landsbyggðinni vinnur náið með öðru starfsfólki víðsvegar um landið.
„Þau fyrir austan tala alltaf um besta veðrið, en þau hafa greinilega aldrei komið norður þar sem að veðrið er alltaf gott – bara misgott“ - Ingvi Hrafn.