Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 03.04.2024

Bergrún nýr yfirlögfræðingur VÍS trygginga

Bergrún Elín Benediktsdóttir hefur verið ráðin sem yfirlögfræðingur VÍS trygginga.

Bergrún Elín Benediktsdóttir, yfirlögfræðingur VÍS trygginga

Bergrún Elín var áður meðeigandi Fulltingi, lögfræðistofu sem sérhæfir sig í slysa- og skaðabótamálum. Stofan sinnir einnig málum er varða vátryggingarétt og vinnurétt, en Bergrún hóf þar störf árið 2008. Að auki, hefur hún sinnt kennslu í skaðabótarétti við Háskólann á Bifröst.

Bergrún er með meistaragráðu í viðskiptafræði (MBM) og meistarapróf í lögfræði (cand. Jur).

Hún hefur nú þegar hafið störf hjá VÍS tryggingum.

Bergrún Elín Benediktsdóttir, yfirlögfræðingur VÍS trygginga:

„Ég er full tilhlökkunar að takast á við ný og spennandi verkefni hjá VÍS tryggingum. Félagið er á spennandi vegferð og með metnaðarfull markmið á markaði. Ég hlakka til að láta til mín taka á nýjum vettvangi.“

Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS trygginga:

„Ég fagna komu Bergrúnar í frábæran hóp stjórnenda hjá félaginu. Ég er þess fullviss að reynsla hennar og menntun muni styrkja félagið til framtíðar.“