Hoppa yfir valmynd
Viðskiptavinir okkar eru að meðaltali búnir að vera hjá okkur í 14 ár!

Allar einstak­lings­trygg­ingar

Hér sérðu yfirlit yfir allar einstaklingstryggingarnar okkar. Mættu því óvænta af öryggi!

Ökutækja­trygg­ingar

Öll getum við gert mistök í umferðinni eða lent í aðstæðum sem leiða til tjóns. Því er mikilvægt að vera með góðar ökutækjatryggingar.

Fjöl­skyldu- og innbús­trygg­ingar

Fjölskyldusamsetning, ósk um tryggingavernd og eigin áhættu er misjöfn og því er hægt að setja fjölskyldu- og innbústryggingar saman eins og hentar hverjum og einum.

Líf - og heilsu­trygg­ingar

Líf- og heilsutryggingar tryggja þér og þínum nánustu fjárhagslegt öryggi ef hið óvænta gerist.

Ferða­trygg­ingar

Hvort sem þú ert að fara í frí, nám, vinnuferð eða vegna annarra erinda, mælum við með því að þú farir yfir það hvort þú sért með ferðatryggingar sem henta þér.

Dýra­trygg­ingar

Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á margar útfærslur af dýratryggingum fyrir hesta, hunda og ketti.

Fyrirtækin sem við tryggjum eru að meðaltali búin að vera hjá okkur í 11 ár!

Allar fyrir­tækja­trygg­ingar

Rekstrarumhverfi og þarfir fyrirtækja eru mismunandi og starfsemin getur tekið breytingum á skömmum tíma. Því er mikilvægt að huga reglulega að tryggingaverndinni.

Grunn­trygg­ingar fyrir fyrir­tæki

Við mælum með því að öll fyrirtæki stór og smá séu að lágmarki með ábyrgðartryggingu atvinnurekstrar, slysatryggingu launþega og lausafjártryggingu. Þú getur sótt um allar þessar tryggingar í einni umsókn hér.

Húseig­enda­trygging atvinnu­hús­næðis

Húseigendatrygging er góð viðbót við lögboðna brunatryggingu. Húseigendatrygging veitir víðtæka vernd gegn óvæntum og skyndilegum atburðum sem leiða til tjóns.

Rekstr­ar­stöðv­un­ar­trygging

Rekstrarstöðvunartrygging bætir rekstrartap sem verður við stöðvun rekstrar og leiðir af sér samdrátt í sölu eða þjónustu.

Vinnu­véla­trygging

Vinnuvélatrygging tekur á tjónum sem verða á tryggðri vinnuvél vegna skyndilegs og ófyrirsjáanlegs utanaðkomandi atviks.

Víðtæk flutn­ings­trygging

Víðtæk flutningstrygging er fyrir þá sem láta flytja fyrir sig verðmæti með viðurkenndum flutningsaðila milli landa eða innanlands.

Yfirlit lífs­við­burða

Á vissum tímamótum í lífi þínu er skynsamlegt að þú hugir að tryggingavernd þinni og fjölskyldu þinnar. Hér höfum við tekið saman helstu lífsviðburði sem geta haft áhrif á það hvaða tryggingar þú þarft.

Eignast barn

Við mælum með því að þú skoðir kaup á nokkrum tryggingum sem tryggja fjárhagslegt öryggi fjölskyldu þinnar ef hið óvænta gerist.

Kaupa fast­eign

Oftast eru kaup á fasteign ein stærsta fjárfesting sem við ráðumst í á lífsleiðinni. Því er mikilvægt að passa upp á að eignin sé rétt tryggð til að lágmarka fjárhagslegar afleiðingar eignatjóns.

Veikjast eða slasast

Enginn býst við því að missa heilsuna eða lenda í alvarlegu slysi. Staðreyndin er þó sú að allir geta lent í þeim aðstæðum.

Flytja erlendis og aftur heim

Við flutninga erlendis er skynsamlegt að skoða kaup á tryggingum eins og flutningstryggingum og sjúkrakostnaðartryggingu.

Fara á eftir­laun

Þörfin fyrir tryggingar getur breyst eftir því sem þú verður eldri og aðstæður þínar breytast.

Þegar þér hentar

Náðu í VÍS appið eða skráðu þig inn á vefinn okkar og þá getur þú tilkynnt tjón, fengið yfirlit yfir tryggingar og greiðslustöðu og breytt greiðsluupplýsingum.

Við höfum tekið saman leiðbeiningar um hvernig þú innskráir þig. Þar finnur þú einnig stutt og skýr kennslumyndbönd til þess að hjálpa þér af stað.

Við hvetjum þig til þess að nýta stafrænu lausnirnar okkar, þegar þér hentar.

Þjónustuskrifstofur okkar eru opnar mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9:00 - 16:00 og föstudaga frá kl. 9:00 - 15:00. Við erum einnig til taks í síma 560 5000 og netspjalli mánudaga til fimmtudaga kl. 09:00 - 16:00 og föstudaga kl. 09:00 - 15:00. Svo getur þú sent okkur fyrirspurn og við svörum eins fljótt og auðið er.

VÍS appiðInnskráning
Þegar þér hentar
Fréttir
Almennt21.03.2025

Vegna lokunar á Heathrow flugvelli

Við bendum á að ferðatafir og aflýsingar á flugum vegna lokunar á Heathrow flugvelli þann 21. mars falla hvorki undir skilmála ferðatryggingar heimilistryggingar né undir skilmála flestra ferðatrygginga kreditkorta.

Einungis eitt kreditkort sem við þjónustum fellur, í ákveðnum tilvikum, undir þetta atvik en það er Platinum / Premium / Business Icelandair kreditkort (skilmáli GT87). Þau sem eru með þetta kort og eiga bókaða ferð um Heathrow í dag geta tilkynnt tjón til okkar.

Við bendum öðrum, sem þetta atvik hefur áhrif á, að hafa samband við flugfélagið sitt eða Samgöngustofu.

Almennt20.03.2025

Alcoa Fjarðaál og Sæplast hlutu Forvarnaverðlaun VÍS

Forvarnaráðstefna VÍS var haldin í fimmtánda sinn í Hörpu í dag, 20. mars, og var yfirskrift ráðstefnunnar „Vinnum með öryggi alla daga“. Ráðstefnan er ein sú stærsta sinnar tegundar á Íslandi þar sem sérfræðingar og stjórnendur deila reynslu sinni af öryggis- og forvarnamálum. Sex erindi voru á dagskrá ásamt veitingu Forvarnaverðlauna til þeirra sem sýna fram á framúrskarandi árangur í öryggismálum.

Almennt19.03.2025

VÍS fylgir góðu fordæmi og tryggir þolendum ofbeldis í nánum samböndum fjárhagslegar bætur 

VÍS hefur bætt við tryggingarvernd fyrir þolendur ofbeldis í nánum samböndum í heimilistryggingu sína. Með því hafa þau sem verða fyrir slíku ofbeldi möguleika á  að sækja fjárhagslegar bætur í tryggingu sína. 

Almennt03.03.2025

Tjónstilkynningar vegna sjávarflóðanna

Náttúruhamfaratrygging Íslands (NTÍ) hefur óskað eftir aðkomu VÍS að björgun og tjónamati vegna sjávarflóðanna sem hafa gengið yfir land á Akranesi, Kjalarnesi, Seltjarnarnesi og víðar.

Við bendum viðskiptavinum okkar á að tjónstilkynningar vegna þessara atburða þurfa að koma inn til okkar sem almennar tjónstilkynningar.

Almennar tjónstilkynningar má finna undir „Annað“ í tjónstilkynningarferlinu okkar.

Almennt28.02.2025

Nafn Skaga á skattframtali 2025

Viðskiptavinir VÍS sem fengu skattskyldar eða framtalsskyldar bætur árið 2024 sjá nú bæturnar á skattframtali sínu undir nafni Skaga en ekki VÍS. Viðskiptavinir þurfa ekkert að aðhafast vegna þessa.

Skagi er móðurfélag VÍS trygginga og tók um áramótin við kennitölu VÍS og því birtist nafn þess í staðinn. Nánari upplýsingar.

Almennt21.02.2025

Öryggisvörur rjúka út í VÍS appinu

Frá áramótum hafa yfir tvö þúsund öryggisvörur verið gefnar til viðskiptavina sem hafa óskað eftir þeim í gegnum VÍS appið. Bílrúðusköfur og endurskinsmerki hafa verið vinsælastar upp á síðkastið enda nauðsynjavörur yfir vetrarmánuðina.

Almennt22.01.2025

ATVIK skráningarkerfi VÍS til Áhættustjórnunar

VÍS og Áhættustjórnun hafa gert með sér samstarfssamning um atvikaskráningarkerfið ATVIK sem VÍS hannaði, þróaði og setti á markað árið 2013. Hluti samstarfssamningsins er að Áhættustjórnun taki yfir rekstur Atviks sem hefur í yfir 12 ár gegnt lykilhlutverki í að aðstoða stærri fyrirtæki og sveitarfélög við að grípa til forvarnaraðgerða og stuðla að úrbótum til að fyrirbyggja slys og tjón.

Almennt22.01.2025

VÍS hefur samstarf við Íslandsbanka

VÍS skrifaði í dag undir samstarfssamning við Íslandsbanka en rauði þráður samstarfsins er aukinn ávinningur viðskiptavina í vildarkerfum beggja félaga og enn betri fjármálaþjónusta. VÍS mun koma til með að bjóða upp á þjónustu í nokkrum af útibúum Íslandsbanka og verður sýnilegt í öllum dreifileiðum bankans: vef, appi og netbanka.

Almennt17.01.2025

Ánægðari og ánægðari viðskiptavinir

VÍS heldur áfram að ná góðum árangri í Íslensku ánægjuvoginni og hækkar um sæti annað árið í röð.

Forvarnir10.01.2025

Mikilvægt að vera á tánum

Breyting verður í veðri um helgina þegar hlýnar og fer að rigna. Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS hefur áhyggjur af því að margir eigi eftir detta á klakanum þegar hann blotnar og verður háll og að vatnstjón geti orðið þegar vatn reynir að finna sér leið.

Sigrún A. ÞorsteinstódditSigrún A. Þorsteinstóddit