Hoppa yfir valmynd

Yfirlit ökutækjatrygginga

Öll getum við gert mistök í umferðinni eða lent í aðstæðum sem leiða til tjóns. Því er mikilvægt að vera með góðar ökutækjatryggingar. Á yfirliti ökutækjatrygginga getur þú séð úr hvaða ökutækjatryggingum bótaskyld tjón eru bætt.

Lögboðin ábyrgðartryggingBílrúðutryggingKaskótryggingHálf-kaskótrygging
Tjón sem ökutækið veldur öðrum en ökumanni og eiganda.
Líkamstjón ökumanns og eiganda.
Tjón á eigin ökutæki vegna áreksturs við annað ökutæki.
Tjón á eigin ökutæki vegna áaksturs.
Tjón á eigin ökutæki vegna útafaksturs.
Tjón á eigin ökutæki vegna flóða og hruns og ef snjór eða grýlukerti fellur á það.
Tjón á eigin ökutæki vegna uppfoks.
Tjón á eigin ökutæki vegna óveðurs.
Tjón á eigin ökutæki vegna flutnings.
Tjón á eigin ökutæki ef pallur vörubifreiðar fer af eða á hliðina þegar honum er lyft.
Tjón á eigin ökutæki vegna hífinga með krana sem er áfastur ökutækinu.
Tjón á eigin ökutæki vegna skemmdarverka.
Tjón á eigin ökutæki vegna hesta, nautgripa, sauðfjár og hreindýra utan afgirts beitarsvæðis.
Tjón á eigin ökutæki vegna þjófnaðar á hljóm- og margmiðlunartækjum.
Björgunar- eða flutningskostnaður.
Brot á framrúðu, afturrúðu og hliðarrúðum ökutækis.
Tjón á eigin ökutæki vegna veltu og hraps.
Tjón á eigin ökutæki vegna eldsvoða.
Tjón á eigin ökutæki vegna þjófnaðar eða ef tilraun er gerð til þjófnaðar.