Vísitölur ökutækjatrygginga
Ökutækjatryggingar fylgja þremur mismunandi vísitölum. Þeim er ætlað að endurspegla verðbreytingar á því sem bætt er úr hverri tryggingu og hafa þær áhrif á iðgjöld. Vísitölurnar eru unnar af óháðum þriðja aðila.
- Vísitala lögboðinnar ábyrgðartryggingar er annars vegar reiknuð út frá slysakostnaði sem fylgir launavísitölu og hins vegar kostnaði munatjóna sem tekur meðal annars tillit til vinnu við bifreiðaviðgerðir, verð á varahlutum og afskrifta af kaupverði bifreiða.
- Vísitala slysatrygginga ökumanns og eiganda er reiknuð út frá slysakostnaði sem fylgir launavísitölu.
- Kaskó- og bílrúðutryggingar fylgja vísitölu húftrygginga og byggja meðal annars á kostnaði vegna vinnu við bifreiðaviðgerðir, varahluta, afskrifta af kaupvirði bifreiða og eigin áhættu.
