Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 11.05.2023

Fyrirmyndarfyrirtæki í fimmta sinn

VÍS er eitt af fyrirmyndarfyrirtækjum VR ársins 2023.

Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS, tók á móti viðurkenningunni.
Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS, tók á móti viðurkenningunni.

Við erum stolt af því að VÍS er eitt af fyrirmyndarfyrirtækjum VR ársins 2023. VÍS tilheyrir hópi stórra fyrirtækja með 70 starfsmenn eða fleiri.  Fimmtán efstu sætin í hverjum stærðarflokki fá viðurkenninguna Fyrirmyndarfyrirtæki og er VÍS eitt þeirra.  Niðurstaðan byggir á könnun sem send er á alla félagsmenn VR og þúsundir annarra á almennum vinnumarkaði. Spurt er um stjórnun, launakjör, starfsanda, jafnrétti, starfsánægju, og fleira. Þau fyrirtæki sem skara fram úr í könnuninni hljóta formlega viðurkenningu.

Þetta er í fimmta skiptið sem VÍS hlýtur þessa nafnbót. Anna Rós Ívarsdóttir, mannauðsstjóri VÍS, er ánægð með viðurkenninguna . „Við erum stolt af því að tilheyra þessum flotta hópi fyrirtækja. Við leggjum mikla áherslu á að vera til fyrirmyndar og það er frábært að fá staðfestingu á því."