Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 14.12.2022

Tími ljóss og samveru

Aðventan og jólin eru án efa sá tími árs þar sem kerti eru mest notuð á heimilum. Því miður getur þeim fylgt brunahætta og sýnir tölfræði okkar að desember er hættulegasti tími ársins hvað það varðar.

Við hvetjum alla til að fara með gát og bendum á að LED kerti eru mörg hver ótrúlega falleg og með tímastilli sem kveikir og slekkur sjálfkrafa á kertinu.

Ef lifandi kerti eru notuð er gott að hafa í huga að:

  • Hafa logandi kerti ekki í mannlausu rými.
  • Hafa undirstöðu trausta og láta skraut ekki liggja að kerti.
  • Hafa a.m.k. 10 sm á milli kerta.
  • Kviknað getur í kertum sem eru húðuð að utan.
  • Kerti með kveik sem nær ekki alla leið niður eru öruggari
  • Setja útikerti ekki beint á timburpall eða í gangveg.

Látum stress og álag ekki ná okkur. Njótum frekar samveru með fjölskyldu og vinum en gleymum okkur samt ekki við eldamennskuna þar sem bruni út frá eldamennsku gleður engan.

Ef það vantar reykskynjara, eldvarnateppi eða slökkvitæki inn á heimilið þá getur það verið tilvalin jólagjöf. Viðskiptavinir VÍS fá afslátt af slíkum öryggisvörum hjá samstarfsaðilum okkar. Þú getur virkjað afslætti í VÍS appinu.