Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 27.04.2022

Nýtt skipurit hjá VÍS

Breytingar hafa verið gerðar á skipuriti félagsins.

VÍS er stafrænt þjónustufyrirtæki sem breytir því hvernig tryggingar virka. VÍS hefur skipað sér í fremstu röð tryggingafélaga á Íslandi, með þróun sjálfvirkra þjónustuferla og stafrænna lausna. Áherslan fram á veg verður á sókn og sölu. Til þess að endurspegla þessa áherslu hafa verið gerðar eftirfarandi skipulagsbreytingar hjá félaginu.

Þjónusta, sala og markaðsmál verða nú sameinuð undir nýtt svið sem nefnist sala og þjónusta. Framkvæmdastjóri sviðsins verður Guðný Helga Herbertsdóttir. Stafrænar lausnir færast yfir til kjarnastarfsemi sem framvegis nefnist kjarni og stafrænar lausnir. Framkvæmdastjóri sviðsins verður Birkir Jóhannsson. Við þessar breytingar hefur Hafdís Hansdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu, ákveðið að láta af störfum.

Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS:

„Að umbreyta aldargömlu tryggingafélagi í stafrænt þjónustufyrirtæki kallar á sífelldar breytingar, ekki síst á skipulagi félagsins. Vegferðin og markmiðin eru skýr. Ég vil þakka Hafdísi fyrir frábært samstarf og ómetanlegt framlag til félagsins undanfarin ár.“

Samhliða þessum skipulagsbreytingum láta níu starfsmenn af störfum. Framkvæmdastjórn félagsins skipa nú Helgi Bjarnason, Guðný Helga Herbertsdóttir, Birkir Jóhannsson og Anna Rós Ívarsdóttir, mannauðsstjóri. Breytingarnar taka gildi þegar í stað.