Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 29.06.2022

Er skemmtilegasta helgi sumarsins fram undan?

Verslunarmannahelgin er fram undan með öllum þeim skemmtunum sem eru í boði. Helgi þar sem vinir koma saman og gleðjast. Höfum gaman og pössum upp á hvert annað.

Njótum þess að ferðast og eigum ljúfar stundir á veginum.

Það er svo dásamlegt að ferðast um landið okkar en ábyrgð ökumanna er mikil. Stóra verkefnið er umferðaröryggi og að fækka slysum og tjónum. Til þess að það gangi upp verður hver og einn að vilja leggja sig fram, en of mikill hraði, ölvun, skortur á athygli og þreyta eru svo sannarlega ekki vinir umferðaröryggis.

Við hvetjum alla til að njóta helgarinnar og fara með gát, það margborgar sig. Höldum áfram á þeirri braut að verslunarmannahelgin gangi stóráfallalaus fyrir sig. Það er engum öðru að þakka en okkur sjálfum.

Höfum þetta í huga:

1.       Vera úthvíldur þegar lagt er af stað.  

2.      Skoða veðurspá fyrir brottför.

3.      Vera viss um að bíllinn og annar búnaður sé í lagi.

4.      Vera með fulla athygli við aksturinn.

5.      Festa farangurinn og aðra lausamuni.

6.      Vera viss um að allir séu spenntir í belti og börnin í barnabílstólum.

7.      Taka mið af aðstæðum og virða hámarkshraða.

8.      Passa uppá bilið við næsta bíl.

9.      Taka ekki fram úr nema aðstæður séu öruggar.

10.   Aka ekki undir áhrifum áfengis eða vímuefna.