Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 08.11.2021

Viðskiptavinir okkar velja öryggi!

Ánægjulegt að sjá að viðskiptavinir VÍS láta öryggið passa.

Viðskiptavinir VÍS velja að láta öryggið passa

Í nýlegri könnun sem Prósent framkvæmdi fyrir VÍS kemur fram að viðskiptavinir okkar láta öryggið passa. Í könnuninni kemur fram að 96% viðskiptavina okkar nota reykskynjara, 82% þeirra nota slökkvitæki og 69% eldvarnarteppi. Við erum í skýjunum með þessa niðurstöðu! Við erum stolt af því að viðskiptavinir okkar séu með hærra meðaltal en viðskiptavinir annarra tryggingafélaga — enda er markmið okkar að viðskiptavinir okkar lendi sjaldnar í tjóni.

Í herferðinni okkar um öryggisvörur er hugmyndin einmitt að sýna fram á mikilvægi þess að láta öryggi passa. Í auglýsingunni fer Ingvar E. Sigurðsson, leikari, á kostum þar sem hann flakkar á milli veislna og gefur fallegar öryggisvörur. Markmið herferðarinnar er að vekja athygli á úrvali fallegra öryggisvara sem gaman er að gefa — og gaman er að hafa til sýnis. Þessi mikilvægu tæki gera nefnilega lítið gagn ofan í skúffu.

Herferðin hefur heldur betur slegið í gegn — en við sögðum frá því í sumar að öryggisvörur væru víða uppseldar. Nú berast fréttir af auknu vöruúrvali á öryggisvörum hjá Eldvarnamiðstöðinni — og þær rjúka út, nema hvað!

Þess ber að geta að viðskiptavinir VÍS fá 15% afslátt af öllum vörum Eldvarnamiðstöðvarinnar ef verslað er í versluninni í Sundaborg 7. Viðskiptavinir VÍS fá einnig 15% afslátt af eldvarnateppum og slökkvitækjum hjá Fakó — sem og hjá Vöruhúsi þar sem er 10% afsláttur af öryggisvörum. Allt eru þetta hrikalega smart vörur sem gaman er að hafa til sýnis.

Lætur þú öryggið passa?


,