Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 22.09.2021

Svart sýnileikamerki ranglega merkt

Undanfarið höfum við verið með svart merki sem líma má á fatnað, töskur, hjól eða aðra staði sem henta til að auka sýnileika í myrkri. Merkið uppfyllir ekki EN 13356 endurskinsstaðalinn og því mega umbúðirnar ekki bera CE merkið en það hefur verið á umbúðunum. Búið er að afmá CE merkinguna af þeim umbúðum sem eftir eru. Þetta svarta merki er svipað gráu merki sem við höfum verið með en það merki uppfyllir endurskinsstaðalinn. En þar sem við viljum að allir geti látið öryggi passa þá getur það hentað þeim sem vilja láta lítið bera á merkinu t.d. á svartri flík sinni.

Þar sem sá tími árs er kominn þar sem við þurfum að huga að sýnileika okkar minnum við á merkin sem hægt er að nálgast á skrifstofum okkar.

  • Hangandi endurskinsmerki sem best er að láta hanga neðarlega á fatnaði þannig að sjáist bæði að frama og aftan.
  • Grátt endurskinsmerki til að líma á fatnað, töskur, hjól eða bara það sem hentar.
  • Svart merki til að líma á fatnað, töskur, hjól eða bara það sem hentar.