Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn | 22.02.2021

Sólgleraugu eða rúðuskafa? Eða bara bæði!

Veðrinu er ansi misskipt á milli landshluta þessa dagana. Allt frá skafrenningi og snjó yfir í auðar götur og sól.

En sama hvernig veðrið er þá er mikilvægt að tryggja góða sýn út um rúður bílsins. Munum eftir að skafa allan hringinn og taka snjó af ljósum eða nota sólskyggni, sólgleraugu og tryggja að framrúðan sé hrein áður en lagt er af stað. Sérstaklega þegar sólin er lágt á lofti.

Klikkum ekki á þessu!