Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 11.06.2021

Ertu með góða hugmynd í mallanum?

Ef þú ert með góða hugmynd í mallanum þá hvetjum við þig til þess að kynna þér Nýsköpunarsjóð VÍS.

Við úthlutum úr sjóðnum einu sinni ári og við styrkjum verkefni sem falla undir nýsköpun ─ og þá sérstaklega þróun stafrænna forvarnaverkefna. Samtals eru þetta tíu milljónir og eitt til fimm verkefni fá úthlutað úr sjóðnum. Úthlutað verður úr sjóðunum 24. janúar 2022.

Styrktarnefnd VÍS, ásamt sérfræðingum í nýsköpun, fara yfir innsendar umsóknir. Við mat á umsóknum er horft til eftirfarandi þátta: nýsköpunar, forvarna, stafrænnar nálgunar og sjálfbærni.

Umsóknir þurfa að berast á netfangið nyskopun@vis.is fyrir 10. janúar 2022 með upplýsingum um verkefnið, kostnað, tímaáætlun og tengilið.

Hefurðu kynnt þér Nýsköpunarsjóð VÍS?


,