Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 18.05.2020

VÍS til fyrirmyndar

Við erum gríðarlega stolt af því að VÍS hafi verið valið eitt af fyrirmyndarfyrirtækjum VR ársins 2020.

Niðurstaðan byggir á könnun sem send er á alla félagsmenn VR og þúsundir annarra starfsmanna á almennum vinnumarkaði. Þess má geta að könnunin er ein viðamesta vinnumarkaðskönnun sem gerð er hér á landi. Fyrirtæki ársins eru fimmtán talsins og eru fimm í hverjum stærðarflokki. VÍS er í flokki stórra fyrirtækja ársins ─ og er á þeim lista í fyrsta sinn.

Fyrirtæki ársins 2020 eru:

  • Í flokki stórra fyrirtækja: LS Retail, Nova, Sjóvá, VÍS og Vörður tryggingar.
  • Í flokki meðalstórra fyrirtækja: Hringdu, Hvíta húsið, Miðlun, Nordic Visitor og Tengi.
  • Í flokki lítilla fyrirtækja: Egill Árnason, Rekstrarfélag Kringlunnar, Reon, Tryggja og Vettvangur.

,