Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn |25.08.2020

VÍS er fyrirmyndarfyrirtæki

Við erum stolt af því að hafa hlotið viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og nafnbótina ,,Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum“ ─ en nýlega veittu Stjórnvísir, Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland stjórnum 17 fyrirtækja viðurkenninguna og nafnbótina.

Við erum stolt af því að hafa hlotið viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og nafnbótina ,,Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum“ ─ en nýlega veittu Stjórnvísir, Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland stjórnum 17 fyrirtækja viðurkenninguna og nafnbótina.

Markmið verkefnisins er að bæta stjórnarhætti fyrirtækja á Íslandi og auka eftirfylgni við leiðbeiningar um góða stjórnarhætti. Fyrirtækjum gefst tækifæri til að undirgangast formlegt mat á starfsháttum stjórna og stjórnenda sinna. Einnig er könnuð fylgni við leiðbeiningarnar, almennar reglur og lög sem gilda um starf stjórna.

Fyrirtækin sem hljóta þessa eftirsóttu nafnbót eru:

 • Arion banki hf.
 • Eik fasteignafélag hf.
 • Íslandsbanki hf.
 • Íslandssjóðir hf.
 • Kvika hf.
 • Landsbankinn hf.
 • Lánasjóður sveitarfélaga ohf.
 • Mannvit hf.
 • Reginn hf.
 • Reiknistofa bankanna hf.
 • Reitir hf.
 • Stefnir hf.
 • Sýn hf.
 • Tryggingamiðstöðin hf.
 • Vátryggingafélag Íslands hf.
 • Vörður hf.
 • Ölgerðin Egill Skallagríms hf.