Í allri inniverunni höfum við heldur betur treyst á tækin á heimilinu. Hvar værum við án sjónvarpsins?  Nú, eða símans?  Þess vegna er mikilvægt að fá tjónið bætt sem allra fyrst og það ætlum við að gera.

Þú færð tjónið bætt strax, því við viljum passa uppá gleðina heima hjá þér.

Ef þú lendir í tjóni, þá færðu þessa muni bætta strax:

  • Símann
  • Sjónvarpið
  • Snjallúrið
  • Gleraugun
  • Matvælin

Í sumum tilvikum tökum við okkur örlítið lengri tíma. Til dæmis, ef stutt er síðan þú tilkynntir tjón, ef þú hefur lent í mörgum tjónum eða hefur verið hjá okkur í stuttan tíma.

Tilkynntu tjónið og fáðu tjónið bætt í einum grænum.

Við tök­um vel á móti þér á stærstu þjón­ustu­skrif­stof­unni okk­ar á vis.is  - sem er opin allan sólarhringinn.