Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 06.05.2020

Tryggjum öryggi barnanna

Trampólín eru víða mætt í garða landsins. Enda eru hopp á þeim frábær hreyfing og bjóða uppá skemmtilega leiki. Mikilvægt er að tryggja öryggi barna til þess að draga úr líkum á slysum.

Trampólín eru víða mætt í garða landsins. Enda eru hopp á þeim frábær hreyfing og bjóða uppá skemmtilega leiki. Mikilvægt er að tryggja öryggi barna til þess að draga úr líkum á slysum. Þess má geta að árið 2017, leituðu 296 á slysadeild Landsspítalans vegna trampólínslysa. Pössum uppá börnin ─ og gerum okkar besta til þess að koma í veg fyrir slysin.

Við hvetjum alla sem eru með trampólín að huga að eftirfarandi atriðum.

  • Fara eftir leiðbeiningum við uppsetningu.
  • Tryggja að undirstöður og rammi trampólínsins sé í lagi.
  • Festa trampólín tryggilega við jörðu.
  • Hafa trampólínið á mjúku undirlagi s.s. grasi en ekki á stétt eða við girðingar og steina.
  • Virða þá þyngd sem gefin er upp.
  • Nota öryggisnet.
  • Hafa inngangsopið lokað þegar hoppað er.
  • Nota hlíf yfir gormana.
  • Passa að gormar séu heilir og jafnstífir.
  • Kenna réttar leikreglur, þ.e. að einn hoppi í einu.