Á þessum skrítnu tímum okkar er mikilvægt að við gleymum ekki gleðinni. Einnig er mikilvægt að halda áfram að fara eftir þeim fyrirmælum sem gefin eru út á hverjum tíma. Margir frídagar eru framundan og því freistandi að nýta þá til þess til að skipta um umhverfi. Hins vegar erum við öll beðin um að vera heima að minnka álagið á heilbrigðiskerfið eins og sagt er í þessu skemmtilega myndbandi. Ef við neyðumst til að vera á ferðinni, þá skulum við hafa fyrirhyggjuna að leiðaljósi. Skoðum færð og veður og tökum enga óþarfa áhættu. Drögum úr hraða, ökum miðað við aðstæður og sleppum framúrakstri. Gerum allt sem við getum til að koma í veg fyrir slys. Spáum líka í litlu hlutina eins og skófatnað í göngutúrnum. Ekki viljum við detta í hálku um páskana.

Njótum páskanna, gerum gott úr aðstæðum og í guðanna bænum,  hlýðum Víði.

Gleðilega páska.