Fótboltahátíð VÍS og Þróttar var haldin í Laugardalnum um nýliðna hvítasunnuhelgi. Um 1.800 stelpur og strákar í sjötta, sjöunda og áttunda flokki í fótbolta sýndu snilli sína á þessu fyrsta fótboltamóti sumarsins.

Mótið tókst frábærlega vel og gleðin skein úr hverju andliti.