Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 01.09.2020

Fækkum bílslysum

Ökuvísir er byltingarkennd nýjung hér á landi, en slík tækni er vel þekkt erlendis. Ökuvísir er ný leið í tryggingum þar sem verðlaunað er fyrir öruggan akstur og minnka þar með líkur á slysum. Ökuvísir veitir þér endurgjöf á aksturinn í gegnum app. Með öruggum akstri geta viðskiptavinir okkar borgað lægra verð.

Hjálpaðu okkur að þróa Ökuvísi og segðu okkur hvað þér finnst. Í alvöru.

Við ætlum að verðlauna góðan akstur. Reynslan erlendis sýnir að bílslysum fækkar allt að að 20% hjá þeim sem nota slíka tækni. Við ætlum nefnilega að breyta því hvernig tryggingar virka. Við ætlum ekki að bíða eftir því að slysin gerist heldur ætlum við ─ í samvinnu við viðskiptavini okkar ─ að koma í veg fyrir þau.

Stefnt er að því að Ökuvísir verði klár fyrir lok árs, en nú stendur yfir spennandi vöruþróun. Við óskum eftir þátttöku frá viðskiptavinum okkar. Við viljum hanna og þróa vöru sem hentar þeim.

Hjálpaðu okkur að þróa Ökuvísi og segðu okkur hvað þér finnst. Í alvöru.

Því saman getum við nefnilega lyft grettistaki. Í samvinnu við viðskiptavini okkar ætlum við að breyta umferðarmenningunni á Íslandi ─ og fækka slysum.