Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 31.05.2019

Slys við leik á trampólíni algeng

Með hækkandi sól má víða sjá trampólín í görðum landsins. Ekki skrítið þar sem leikur á því er frábær hreyfing sem þjálfar jafnvægi og samhæfingu, styrkir vöðva og bætir geð.

Mikilvægt er að fara eftir leiðbeiningum til að koma í veg fyrir slys sem eru nokkuð algeng. Þau eru allt frá því að vera litlir pústrar upp í beinbrot og höfuðhögg.

  • Hafa trampólín á mjúku undirlagi s.s. grasi og ekki hafa steina eða þess háttar í kring.
  • Fara eftir leiðbeiningum um uppsetningu.
  • Festa trampólínið tryggilega við jörðu.
  • Virða þá þyngd sem trampólínið er gefi upp fyrir.
  • Hafa hlíf yfir gorma og öryggisnet og loka inngangsopi þess þegar hoppað er.
  • Fylgjast með ástandi gorma sem eiga að vera heilir og jafnstífir.
  • Kenna réttar leikreglur en sú mikilvægasta er að aðeins einn hoppi í einu en flest slysin verða þegar það er ekki virt.